Innlent

Hanna Birna með Joe Biden á fundi um lausnir vegna kreppunnar

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, og Richard M. Daley, borgarstjóri Chicago.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, og Richard M. Daley, borgarstjóri Chicago.
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra var boðið af borgarstjóra Chicago að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Chicago um lausnir borga vegna efnahagsvandans. Með borgarstjóra í för eru Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra.

Yfirskrift ráðstefnunnar sem lýkur í dag er Economic Recovery - Cities Lead the Way og var Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, aðalræðumaður ráðstefnunnar.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að Carol van Voorst, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, lagði ríka áherslu á þátttöku Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni. Hanna Birna var beðin um að segja frá aðgerðum og árangri Reykjavíkurborgar við að glíma við efnahagsástandið og eins að flytja erindi um árangur og sýn borgarinnar í umhverfismálum.

Á mánudag flutti varaforseti Joe Biden upphafsræðu ráðstefnunnar, þar sem hann ræddi mikilvægi borga við lausn þess efnahagsvanda sem allar borgir heims standa frammi fyrir.

Sama dag greindi Hanna Birna frá því hvaða áhrif efnahagsþrengingarnar á Íslandi hefðu haft á starfsemi Reykjavíkurborgar og hvernig borgin hefði brugðist við. Hanna Birna sagði meðal annars frá aðgerðaráætlun borgarinnar sem fulltrúar allra flokka hefðu sameinast um og því hvernig hagræðingarvinna vegna fjárhagsáætlunar hefði verið unnin í samtarfi pólitískra fulltrúa og starfsfólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×