Lífið

Bræddi heimsbyggðina á minningarathöfn - myndband

Paris brast í grát þegar hún talaði til fjöldans.
Paris brast í grát þegar hún talaði til fjöldans. Mynd/ AFP

Paris-Michael Katherine Jackson, dóttir poppkonungsins Michael Jackson kallaði fram tár heimsbyggðarinnar þegar hún ávarpaði fjöldann á minngarathöfn sem fram fór í Staples Center í Los Angeles fyrr í kvöld. Þegar Marlon Jackson, bróðir Michael hafði lokið máli sínu og var við það að slíta athöfninni steig dóttirin fram og bað um að fá að ávarpa fjöldann.

„Allt frá því ég fæddist hefur faðir minn verið besti faðir sem þú getur ímyndað þér. Ég vil bara segja að ég elska hann svo mikið," sagði Paris með grátstafina í kverkunum en augnablikið var afar áhrifaríkt.

Mikið var um dýrðir að öðru leyti á hátíðinni þar sem fjöldi listamanna ýmist söng eða hélt tölu.

Myndband af tölu Parisar má sjá hér.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.