Erlent

Öryggisráðið fordæmir tilraunir N-Kóreu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Suður-Kóreumenn fylgjast með eldflaugaskoti norðanmanna í sjónvarpi. Myndin er þó ekki síðan núna á laugardaginn.
Suður-Kóreumenn fylgjast með eldflaugaskoti norðanmanna í sjónvarpi. Myndin er þó ekki síðan núna á laugardaginn.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á laugardag en þá skutu þeir allt í allt sjö skammdrægum eldflaugum út á Japanshaf. Öryggisráðið segir öll eldflaugaskot Norður-Kóreu brot á fyrri ályktunum ráðsins og ógn við öryggi í álfunni og öllum heiminum. Japanar, sem eiga sæti í Öryggisráðinu, og Suður-Kóreumenn eru áhyggjufullir vegna tilraunanna en bæði löndin eru innan skotfæris Norður-Kóreu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×