Lífið

Vörurnar rjúka út jafnóðum og þær koma

Geir Sveinsson
Geir Sveinsson
Umboðssalan sem Geir Sveinsson hleypti af stokkunum ásamt nokkrum félögum sínum hefur heldur betur slegið í gegn. Fréttastofa hafði spurnir af því að vörurnar rykju út jafnóðum og þær kæmu.

„Ég held að það sé engu logið þar um. Fólk hefur tekið þessu óskaplega vel," segir fyrrum handboltakappinn Geir Sveinsson sem setti á laggirnar nytjamarkað í Smáranum á dögunum. Markaðurinn ber heitið Umboðssalan en þangað getur fólk komið með muni sem það þarf að losna við og Umboðssalan annast söluna gegn ákveðinni þóknun. Eigendur ákveða verðið sjálfir.

„Við ætluðum að opna þetta í rólegheitum. Það hefur ekkert gefist tækifæri til þess vegna þess að það hefur verið svo mikil traffík," segir Geir. Hann segir talsvert mikið af góðum munum koma inn til Umboðssölunnar enda sé það markmið að bjóða eingöngu hluti í góðu ásigkomulagi. „Við látum fólk spyrja sjálft sig hvort það myndi hafa áhuga á að kaupa hlutinn sem það er að selja."

Geir segir að allt milli himins og jarðar sé til sölu hjá umboðssölunni nema smávara á borð við fatnað og skó. „Það eru hérna veiðivörur, hestavörur, golfvörur og húsgögn. Skíði og þess háttar. Heimilistæki erum við líka með en eftirspurnin eftir þeim er gríðarleg," segir Geir.

Nánari upplýsingar um Umboðssöluna má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.