Erlent

Óvíst hvar Jackson hvílir til frambúðar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jackson við æfingar rétt áður en kallið kom.
Jackson við æfingar rétt áður en kallið kom.

Óljóst er hvort Forest Lawn-kirkjugarðurinn í Glendale í Kaliforníu verður hinsti hvílustaður poppgoðsins Michales Jackson. Jarðneskar leifar hans munu þó að minnsta kosti hvíla þar fyrst um sinn en athöfnin fór fram í gærkvöldi. Aðeins fjölskylda Jacksons og nánustu vinir hans voru við athöfnina og að henni lokinni héldu þau á ítalskan veitingastað í Pasadena og snæddu þar kvöldverð. Fregnir herma að fjölskyldan sé ekki á einu máli um hvar rétt sé að Jackson hvíli og því ekki útilokað að lík hans verði flutt þegar fram líða stundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×