Erlent

Bjössi fær nýtt búr

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það mun ekki væsa um birnina í nýju gryfjunni þeirra. Mynd/ AFP.
Það mun ekki væsa um birnina í nýju gryfjunni þeirra. Mynd/ AFP.
Ísbirnirnir í dýragarðinum í Kaupmannahöfn fá nýja gryfju til að hreiðra um sig í. Dýrin fá gryfjuna að gjöf frá góðgerðarsamtökum í tilefni af 150 ára afmæli dýragarðsins eftir því sem fram kemur í Berlingske Tidende. Gjöfin nemur 150 milljónum danskra króna, en gert er ráð fyrir að gryfjan verði 4 þúsund fermetrar. Gryfjan mun líkjast grænlenskri strandlengju og verður laug við hana þar sem hægt verður að sjá birnina synda með fiskum og selum. Gert er ráð fyrir að gryfjan verði tilbúin árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×