Erlent

Mannræningjahjón neita sök í Jaycee málinu

Jaycee Lee Dugard var rænt þegar hún var ellefu ára gömul.
Jaycee Lee Dugard var rænt þegar hún var ellefu ára gömul.

Hjónin sem hafa verið ákærð fyrir að ræna Jaycee Lee Dugard árið 1991 hafa neitað sök. Jaycee var ellefu ára gömul þegar Phillip Garrido og eiginkona hans Nancy, rændu stúlkunni. Þau fóru svo með hana heim til sín sem var í 300 kílómetra fjarlægð. Þar geymdu þau stúlkuna í bakgarðinum í kofa. Og misnotuðu hana kynferðislega.

Jaycee ól tvö börn með kvalara sínum. Philip er margdæmdur kynferðisafbrotamaður og var á skilorði fyrir lífstíð. Hann kom upp um sig þegar hann sást ganga með tvö lítil börn en dómstólar hafa skert rétt hans til að umgangast börn talsvert.

Philip virðist vera virkilega andlega veikur en hann heldur því annarsvegar fram að hann sé guðleg vera. Svo heldur hann því fram að samband hans við fórnalamb sitt sé hjartnæm ástarsaga.

Lögreglan í San Francisco hefur beðist afsökunar opinberlega en nágranni Philips tilkynnti um undarlega atburði í bakgarðinum hjá honum fyrir mörgum árum síðan. Því útkalli var ekki sinnt.

Hjónin hafa verið ákærð í 28 liðum en þau neita alfarið sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×