Erlent

Vill bætur frá Bandaríkjunum

Einum af yngstu föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu hefur verið sleppt úr haldi. Hann var færður í búðirnar frá Afganistan árið 2002, sakaður um að hafa kastað handsprengju að bíl. Í árásinni særðust tveir bandarískir hermenn.

Dómari fyrirskipaði að honum skyldi sleppt og taldi að hann hefði verið neyddur til að játa á sig árásina. Mohammed Jawad hyggst nú kæra Bandaríkjastjórn vegna málsins. Hann segist hafa sætt margvíslegum pyntingum í búðunum. Fjölskylda hans segir hann hafa verið tólf ára þegar hann var handtekinn. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×