Innlent

Fékk afhentan styrk úr Þórsteinssjóði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helga Theódóra Jónasdóttir fékk afhentan styrkinn í dag.
Helga Theódóra Jónasdóttir fékk afhentan styrkinn í dag.
Á alþjóðadegi fatlaðs fólks, sem er í dag, var í þriðja skipti úthlutað námsstyrk til blindra og sjónskertra stúdenta við Háskóla Íslands.

Styrkhafi var Helga Theódóra Jónasdóttir, nemandi á fyrsta ári í sálfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Styrkurinn var veittur úr Þórsteinssjóði og afhenti forseti Menntavísindasviðs, Jón Torfi Jónsson, hann við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá HÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×