Innlent

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa sofið á verðinum

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að viðurkenna mistök sín og biðja þjóðina afsökunar. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrir stundu. Hann segist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann fari í formannsslag á komandi landsfundi.

„Fyrst og fremst snýst þetta um það að við sofnuðum nokkuð á verðinum og sáum ekki þessar hættur sem voru svo sannarlega til staðar. Það er rétt að aðrir gerðu það ekki heldur en það er bara engin afsökun. Fólk gerir miklar kröfur til Sjálfstæðisflokksins sem stóð sig ekki sem skyldi hvað þetta varðar," sagði Guðlaugur í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×