Innlent

Barnaníðingi mótmælt á Facebook

Hinn dæmdi barnaníðingur hefur vakið sterk viðbrögð almennings.
Hinn dæmdi barnaníðingur hefur vakið sterk viðbrögð almennings.

Maðurinn sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að níðast á barnungri dóttur sinni hefur verið mynd- og nafnbirtur á Facebook, en þar hefur síða verið stofnuð honum til höfuðs. Síðan telur um fjórtán hundruð meðlimi en allir mótmæla þeir níðingsskap líkt og maðurinn gerðist sekur um.

Mikil reiði virðist hafa gripið um sig vegna málsins. Meðal annars má finna bloggsíðu meðal vébanda mbl.is, þar sem maðurinn er nafn- og myndbirtur.

Maðurinn, sem er 25 ára gamall, var dæmdur snemma í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir að misnota tæplega fjögurra ára gamla dóttur sína frá árinu 2007 til 2008. Félagsmálayfirvöld í Reykjanesbæ reyndu að svipa manninn forræði yfir barni sínu áður en krafa þeirra náði ekki fram að ganga fyrir Héraðsdómi Reykjaness þegar eftir því var leitað. Móðir stúlkunnar hafði áður verið svipt forræði yfir barninu.

Faðir telpunnar var með forræðið þegar misnotkunin stóð yfir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×