Innlent

Búist við töluverðum breytingum á seðlabankafrumvarpi

Búist er við að töluverðar breytingar verði gerðar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Seðlabanka Íslands, sem formaður viðskiptanefndar Alþingis stefnir á að afgreitt verði úr nefndinni á morgun.

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Seðlabanka Íslands var sent til viðskiptanefndar eftir fyrstu umræðu á Alþingi á mánudag fyrir viku. Fjölmargir umsagnaraðilar hafa verið kallaðir fyrir nefndina og í morgun komu t.d. nafnarnir Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjórar fyrir nefndina ásamt Friðriki Má Baldurssyni og fleiri hag- og viðskiptafræðingum öðru sinni.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa nánast allir sem komið hafa fyrir nefndina lagt til breytingar á frumvarpinu, en þær eru mjög mismunandi. Helstu atriði sem horft er til að ákvæði um einn bankastjóra og skipan peningastefnunefndar. Blæbrigðamunur er á því hvernig þessum málum er háttað í löndunum í kringum um okkur, en í Bretlandi er einn formaður bankastjórnar og tveir aðstoðarbankastjórar og á Norðurlöndunum sitja yfirleitt fleiri en einn í æðstu stjórnunarstöðum seðlabankanna, þótt starfsheitin séu misjöfn. Þá er einnig misjafnlega skipað í nefndir og ráð sem starfa með bankastjóra eða bankastjórum.

Heimildarmenn fréttastofunnar herma að því sé líklegt að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Álfheiður Ingadóttir formaður viðskiptanefndar stefnir að því að nefndin afgreiði frumvarpið til annarrar umræðu strax á morgun, en aðir sem fréttastofa ræddi við telja hæpið að það takist vegna þess að allir eiginlegar umræður séu eftir í nefndinni. Á þeirri viku sem málið hafi verið hjá henni hafi nefndarmenn hlustað á sjónarmið annarra en eigi sjálfir eftir að ljúka umræðum um frumvarpið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×