Eyðsla eins er starf annars 16. febrúar 2009 06:00 Erna Hauksdóttir skrifar um atvinnumál Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi skipta viðhorf og hegðun fólks miklu og geta í raun ráðið því hversu vel hjól atvinnulífsins snúast. Atvinnuleysið er farið að nálgast 10% og er það í augum okkar Íslendinga skelfilegt ástand sem við höfum ekki upplifað í áratugi og viljum ekki búa við þrátt fyrir að það sé viðvarandi ástand í löndum sunnar í Evrópu. Það verður meginviðfangsefni stjórnvalda á næstunni að efla atvinnulífið svo fólk komist aftur í vinnu og blasa þar við stór verkefni og skiptir miklu hvernig mál þróast í okkar helstu viðskiptalöndum. Það eru þó ekki aðeins stjórnvöld sem þurfa að bretta upp ermarnar, landsmenn geta sannarlega lagt þar hönd á plóg. Við eigum að beina sjónum okkar að þeirri staðreynd að 90% landsmanna hafa enn vinnu. Vegna efnahagsástandsins er mikið rætt um sparnað, hvernig fólk geti lækkað kostnað sinn og sleppt því að kaupa hitt og þetta. Það er góðra gjalda vert og alveg ljóst að allir eru að upplifa hærri kostnað s.s. matarkostnað og hækkun lána og þurfa að gæta að sér í fjármálum sínum. Það eru þó margir sem ekki búa við há lán, í mörgum tilvikum engin, og eiga jafnvel eitthvað í handraðanum. Þetta fólk má ekki hætta að lifa eðlilegu lífi, kaupa í verslunum landsins, halda við húsum sínum, fara á veitingahús, ferðast og svo mætti lengi telja. Af hverju? Vegna þess að ef allir halda að sér höndum, hvort sem þeir þurfa þess eða ekki, hægir á hjólum atvinnulífsins, fleiri fyrirtæki fara í gjaldþrot, fleiri verða atvinnulausir og koll af kolli. Margföldunaráhrifin eru mikil. Margföldunaráhrifin eru líka mikil ef viðskiptin aukast og eru í raun grunnurinn að því að koma okkur upp úr hjólförunum. Að fara vel með fé er góður kostur en ef fólk tekur sig saman um að kaupa aðeins nauðþurftir, hvort sem nauðsyn knýr það til þess eða ekki, þá er hætta á að við stöðvumst í hjólförunum og lengjum kreppuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Erna Hauksdóttir skrifar um atvinnumál Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi skipta viðhorf og hegðun fólks miklu og geta í raun ráðið því hversu vel hjól atvinnulífsins snúast. Atvinnuleysið er farið að nálgast 10% og er það í augum okkar Íslendinga skelfilegt ástand sem við höfum ekki upplifað í áratugi og viljum ekki búa við þrátt fyrir að það sé viðvarandi ástand í löndum sunnar í Evrópu. Það verður meginviðfangsefni stjórnvalda á næstunni að efla atvinnulífið svo fólk komist aftur í vinnu og blasa þar við stór verkefni og skiptir miklu hvernig mál þróast í okkar helstu viðskiptalöndum. Það eru þó ekki aðeins stjórnvöld sem þurfa að bretta upp ermarnar, landsmenn geta sannarlega lagt þar hönd á plóg. Við eigum að beina sjónum okkar að þeirri staðreynd að 90% landsmanna hafa enn vinnu. Vegna efnahagsástandsins er mikið rætt um sparnað, hvernig fólk geti lækkað kostnað sinn og sleppt því að kaupa hitt og þetta. Það er góðra gjalda vert og alveg ljóst að allir eru að upplifa hærri kostnað s.s. matarkostnað og hækkun lána og þurfa að gæta að sér í fjármálum sínum. Það eru þó margir sem ekki búa við há lán, í mörgum tilvikum engin, og eiga jafnvel eitthvað í handraðanum. Þetta fólk má ekki hætta að lifa eðlilegu lífi, kaupa í verslunum landsins, halda við húsum sínum, fara á veitingahús, ferðast og svo mætti lengi telja. Af hverju? Vegna þess að ef allir halda að sér höndum, hvort sem þeir þurfa þess eða ekki, hægir á hjólum atvinnulífsins, fleiri fyrirtæki fara í gjaldþrot, fleiri verða atvinnulausir og koll af kolli. Margföldunaráhrifin eru mikil. Margföldunaráhrifin eru líka mikil ef viðskiptin aukast og eru í raun grunnurinn að því að koma okkur upp úr hjólförunum. Að fara vel með fé er góður kostur en ef fólk tekur sig saman um að kaupa aðeins nauðþurftir, hvort sem nauðsyn knýr það til þess eða ekki, þá er hætta á að við stöðvumst í hjólförunum og lengjum kreppuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun