Innlent

Hvalveiðisinnar noti ekki bæinn

Ólafur Þór Gunnarsson
Ólafur Þór Gunnarsson

Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, lýsir furðu sinni á að nafn sveitarfélagsins hafi verið notað í auglýsingaherferð fyrir hvalveiðum án undangenginnar umræðu. „Slíkt ber ekki vott um góða stjórnsýslu.

Álitamál af þessu tagi á að ræða opinskátt og án pukurs. Það er ólíðandi að utanaðkomandi aðilar geti með þessu móti fengið aðgang að nafni og merki bæjarins," bókaði Ólafur á bæjarstjórnarfundi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, hafnaði því að pukur hefði verið með málið. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×