Innlent

Mál Baldurs gegn Eimskipi tekið fyrir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldur Örn Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips, hefur stefnt félaginu.
Baldur Örn Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskips, hefur stefnt félaginu.

Mál Baldurs Arnar Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, gegn félaginu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Baldur stefndi Eimskip síðasta haust og krefst 140 milljóna króna vegna 22 mánaða eftirstöðva af starfslokasamningi sem hann gerði við fyrirtækið. Baldur hefur fengið tvo mánuði greidda af starfslokasamningnum frá því að hann hætti í febrúar í fyrra.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Baldurs, segir að það verði ákveðið í næstu viku hvenær aðalmeðferð í málinu fer fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×