Innlent

Hlúa að sýndarsjúklingnum Hermanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hermann verður til sýnis á Háskóladaginn.
Hermann verður til sýnis á Háskóladaginn.
Hjúkrunarfræðinemar munu hlúa að sýndarsjúklingnum Hermanni á Háskóladeginum sem verður í Háskóla Íslands næstkomandi laugardag. Hermann er nýtt verkfæri sem er notað við kennslu í hjúkrunardeild. Brúða í fullri líkamsstærð, sem getur kveinkað sér undan sýndarverkjum. Þá hefur hæfileiki Hermanns til að skipta um kyn einnig vakið athygli þeirra sem með hann hafa sýslað.

Að sögn Jóns Arnar Guðbjartssonar, forstöðumanns markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands, er Hermann einungis dæmi um það sem verður til sýnis þegar nám í HÍ verður kynnt á Háskóladeginum. Jón Örn bendir á að allar deildir Háskólans taki þátt í dagskránni og á fjórða hundrað námsleiðir í grunnnámi verði kynntar. „Þetta er einn stærsti viðburður í Háskólanum," segir Jón Örn. Hann segir að í fyrra hafi nokkur þúsund manns mætt til að kynna sér það sem var í boði. Búist sé við að minnsta kosti sama fjölda núna. „Það voru um 1400 manns að hefja nám við skólann þannig að það er mikill áhugi fyrir háskólanámi," segir Jón Örn.

Tekið er á móti gestum í Gimli, Odda og á Háskólatorgi á laugardaginn klukkan ellefu til fjögur og eru allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Háskólans boðnir velkomnir.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×