Innlent

Ráðherra fundar með starfsfólki Landspítalans

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra fundar nú með starfsfólki Landspítalans um niðurskurð á spítalanum. Fram hefur komið í máli Huldu Gunnlaugsdóttur, forstjóra spítalans, að stjórnendur hans þurfi að skera niður kostnað um 2,6 milljarða á þessu ári, samkvæmt kröfum frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að um helmingur þessa sparnaðar komi til með lækkun launakostnaðar. Dregið verður úr yfirvinnu og til greina kemur að fækka starfsfólki.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×