Erlent

Skoska þingið leggst gegn ákvörðun MacAskill

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skoska þingið.
Skoska þingið.

Skoska þingið felldi í gær með nokkrum meirihluta þá ákvörðun Kenny MacAskill dómsmálaráðherra að láta Lockerbie-sprengjumanninn Mohmed al Megrahi lausan. Atkvæðagreiðslan var einungis táknræn enda al Megrahi löngu laus úr haldi. Atkvæði féllu þannig, að 73 þingmenn voru á móti ákvörðun dómsmálaráðherra, 50 voru henni fylgjandi en einn sat hjá. Þingmaðurinn Jack McConnel sagði í ræðu að með ákvörðun sinni hefði dómsmálaráðherra gert lítið úr skosku réttarkerfi, sem notið hefði mikillar virðingar öldum saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×