Sækir innblástur í kreppuna 15. október 2009 06:00 Guðmundur og Atli gera listaverk í anda popplistar. Guðmundur segist vilja segja sögu með verkum sínum.Fréttablaðið/gva Guðmundur Atlason tók aftur upp pensilinn í vor eftir langt hlé. Hann málar í popplistarstíl og hefur fengið innblástur eftir innreið kreppunnar hér á landi. Listamaðurinn Guðmundur Atlason málar verk í anda popplistarinnar og sækir innblástur í íslenskt þjóðlíf, kreppuna og búsáhaldabyltinguna. Guðmundur hóf að mála fyrir fimmtán árum í kjölfar veðmáls þar sem hann vildi sýna og sanna fyrir vini sínum að hann gæti málað í sama stíl og meistari Erró. Hann málaði sex myndir og lagði svo pensilinn á hilluna þar til hann hóf að mála aftur nú í vor. „Fyrir kreppu hafði ég rekið eigið fyrirtæki í byggingabransanum, en tveimur vikum eftir hrunið varð allt stopp og hefur ekki farið í gang aftur síðan. Ég var að íhuga að yfirgefa Ísland og fá vinnu erlendis og vildi fá meðmæli frá erlendum aðila. Ég hafði samband við mann í Bandaríkjunum, Edward Christians, forstjóra Saga Communication, til að fá meðmæli og sá hafði séð eitt verka minna á skrifstofunni í gamla daga. Hann spurði mig af hverju ég sneri mér ekki þess í stað að myndlistinni og eftir smá umhugsun ákvað ég að láta verða af því,“ útskýrir Guðmundur. Málverkin eru akrýlverk og segir Guðmundur að sér finnist best að vinna með teiknimyndastílinn því á þann hátt geti hann sagt sögu með verkum sínum. Hann er þó ekki einn að vinna verkin því hann starfar með syni sínum, Atla, sem er í þjálfun hjá Guðmundi um þessar mundir. Máverkin þykja mjög raunsæ og á einu verki þeirra feðga má sjá Gunnar Má Pétursson mótmæla á Austurvelli, en Gunnar Már er líklega þekktastur sem Helvítis Fokking Fokk-maðurinn. „Það tók okkur eina og hálfa viku að mála peysuna hans í smáatriðum og skiltið er einnig nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni,“ segir Guðmundur. Sýning með verkum Guðmundar og Atla verður opnuð á föstudaginn í Kaffi París við Austurstræti 14. sara@frettabladid.is Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Guðmundur Atlason tók aftur upp pensilinn í vor eftir langt hlé. Hann málar í popplistarstíl og hefur fengið innblástur eftir innreið kreppunnar hér á landi. Listamaðurinn Guðmundur Atlason málar verk í anda popplistarinnar og sækir innblástur í íslenskt þjóðlíf, kreppuna og búsáhaldabyltinguna. Guðmundur hóf að mála fyrir fimmtán árum í kjölfar veðmáls þar sem hann vildi sýna og sanna fyrir vini sínum að hann gæti málað í sama stíl og meistari Erró. Hann málaði sex myndir og lagði svo pensilinn á hilluna þar til hann hóf að mála aftur nú í vor. „Fyrir kreppu hafði ég rekið eigið fyrirtæki í byggingabransanum, en tveimur vikum eftir hrunið varð allt stopp og hefur ekki farið í gang aftur síðan. Ég var að íhuga að yfirgefa Ísland og fá vinnu erlendis og vildi fá meðmæli frá erlendum aðila. Ég hafði samband við mann í Bandaríkjunum, Edward Christians, forstjóra Saga Communication, til að fá meðmæli og sá hafði séð eitt verka minna á skrifstofunni í gamla daga. Hann spurði mig af hverju ég sneri mér ekki þess í stað að myndlistinni og eftir smá umhugsun ákvað ég að láta verða af því,“ útskýrir Guðmundur. Málverkin eru akrýlverk og segir Guðmundur að sér finnist best að vinna með teiknimyndastílinn því á þann hátt geti hann sagt sögu með verkum sínum. Hann er þó ekki einn að vinna verkin því hann starfar með syni sínum, Atla, sem er í þjálfun hjá Guðmundi um þessar mundir. Máverkin þykja mjög raunsæ og á einu verki þeirra feðga má sjá Gunnar Má Pétursson mótmæla á Austurvelli, en Gunnar Már er líklega þekktastur sem Helvítis Fokking Fokk-maðurinn. „Það tók okkur eina og hálfa viku að mála peysuna hans í smáatriðum og skiltið er einnig nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni,“ segir Guðmundur. Sýning með verkum Guðmundar og Atla verður opnuð á föstudaginn í Kaffi París við Austurstræti 14. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira