Lífið

Spænski risinn og framtíðartryllir

Penelope Cruz fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Pedros Almódovar, Broken Embraces.
Penelope Cruz fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Pedros Almódovar, Broken Embraces.
Pedro Almódovar hefur gnæft yfir spænska kvikmyndagerð undanfarna tvo áratugi. Og nýjasta mynd hans, Broken Embraces, er í ætt við önnur verk leikstjórans þar sem heitar ástríður og svik koma töluvert við sögu.

Ein af eftirlætisleikkonum Almódovars, Penelope Cruz, er í aðalhlutverki en myndin er ein af tíu kvikmyndum sem tilnefndar eru til áhorfendaverðlauna evrópsku kvikmyndaakademíunnar. Hún segir frá hinum blinda leikstjóra Mateo sem rifjar upp hvernig hann missti sjónina fyrir nokkrum árum. Þá var hann ráðinn til að leikstýra kvikmynd fyrir aldraðan milljarðamæring en í aðalhlutverki var hjákona hans. Leikstjórinn fellur fyrir hjákonunni og milljarðamæringurinn ræður son sinn til að njósna um skötuhjúin. Myndin verður frumsýnd um helgina.

Önnur mynd sem verður einnig tekin til sýninga hér á landi er Gamer, framtíðartryllir, en söguþráðurinn minnir nokkuð á hina frægu Running Man þar sem ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, lék aðalhlutverkið. Gerard Butler leikur mann sem er fastur í ofbeldisfullum tölvuleik og reynir að brjótast út úr honum enda á hann lífið að leysa. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Mark Neveldine og Brian Taylor, hinir sömu og gerðu Crank-myndirnar tvær með Jason Statham í aðalhlutverki.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.