Lífið

Frægðarfólk sem kvaddi á liðnu ári

Heath Ledger
Heath Ledger
Margt erlent frægðarfólk kvaddi þennan heim á nýliðnu ári. Fréttablaðið tók saman pistil þá helstu.

Fyrstan ber að nefna skáksnillinginn og Íslendinginn Bobby Fischer sem dó 17. janúar í Reykjavík. Hann dó eftir nýrnaveikindi og var jarðsettur í kyrrþey við Laugardælakirkju í Flóa.

Leikarinn ungi, Heath Ledger, fannst látinn í íbúð sinni á Manhattan í lok janúar. Hann hafði nýlokið við upptökur á Batmanmyndinni The Dark Knight og var aðeins 28 ára. Hann lést eftir að hafa óvart tekið inn of stóran skammt lyfseðilsskyldra lyfja. Leikarinn og grínistinn Bernie Mac lést eftir mjög stutt lungnaveikindi í ágúst. Hann var fimmtugur. Þá lést tónlistarmaðurinn Isaac Hayes á árinu, sem og hljómborðsleikari Pink Floyd, Richard Wright. Mitch Mitchell, síðasti eftirlifandi meðlimur The Jimi Hendrix Experience, lét lífið í nóvember.

Leikarinn og byssuvelgjörðarmaðurinn Charlton Heston var 84 ára þegar hann lést í fyrra. Paul Newman lést úr lungnakrabbameini í september. Hann var þekktur leikari, leikstjóri og athafnamaður, og stofnaði Newman"s Own, sem framleiðir alls kyns matvæli. Bettie Page var vinsæl fyrirsæta og forsíðustúlka á sjötta áratugnum. Hún lést í desember.

Fatahönnuðurinn Yves Saint-Laurent lést í júní, en hann var einn áhrifamesti fatahönnuður 20. aldarinnar. Herra Blackwell, sem gerði á ári hverju lista yfir best og verst klædda frægðarfólkið, lést í október.

Rithöfundurinn Michael Crichton lést í nóvember, en Crichton er þekktastur fyrir að hafa samið Jurassic Park og verið höfundur læknaþáttanna um Bráðavaktina. Mark Felt, Deep Throat, lét lífið í desember. Estelle Getty leikkona lést í júlí. Hún var þekktust fyrir leik í The Golden Girls, Mask og Tootsie. Nafna hennar Reiner lést í október. Madelyn Payne Dunham dó 2. nóvember, tveimur dögum fyrir bandarísku forsetakosningarnar, en hún var amma Baracks Obama.

Paul newman
Bernie Mac


bobby fischer
betty page





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.