Myndatökur í dómsal 8. ágúst 2009 06:00 Í Danmörku og Noregi er lagt bann við því í lögum að taka myndir af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi. Í lögum er jafnframt kveðið á um viðurlög ef brotið er gegn þessu banni og hefur fjölmiðlum verið gert að greiða sektir vegna slíkra brota. Rökin fyrir setningu framangreindra lagareglna í norrænum rétti eru þau að með myndbirtingum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi sé brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi sakbornings sem nýtur verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Þessi rök eiga einnig við á Íslandi. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einn þáttur í friðhelgi einkalífs að hver maður á rétt til eigin myndar. Af því leiðir sú meginreglan að myndataka og myndbirting af manni án hans samþykkis felur í sér brot á friðhelgi einkalífs hans. Samkvæmt sakamálalögum er sakborningi skylt að koma fyrir dóm við þingfestingu sakamáls. Ef sakborningur hlýðir ekki fyrirkalli dómara er heimilt að færa hann fyrir dóm með valdi. Sakborningur hefur því ekkert val. Hann getur ekki ákveðið að sitja heima í skjóli stjórnarskrárvarinna réttinda um friðhelgi heimilis og einkalífs. Honum er skylt að koma fyrir dóm og svara til saka. Á vefsvæði héraðsdóms er birt dagskrá yfir þau mál sem rekin eru fyrir viðkomandi dómstóli. Í dagskránni er greint frá nafni sakbornings, brotategund ásamt stað og stund þegar sakborningur á að mæta fyrir dóm. Fjölmiðlar fylgjast grannt með þessari dagskrá. Þegar sakborningur mætir fyrir dóm samkvæmt lagaboði er hann því auðveld bráð fjölmiðla sem skeyta oft engu um stjórnarskrárvarinn rétt viðkomandi sakbornings til friðhelgi einkalífs og rétt hans til eigin myndar. Með vísan til framangreindra sjónarmiða verður að telja að sú skylda hvíli ótvírætt á íslenskum stjórnvöldum að tryggja grundvallarmannréttindi sakbornings, þ.e. rétt til eigin myndar og friðhelgi einkalífs, séu virt við meðferð sakamála og þeir sem brjóta gegn þessum grundvallarréttindum verði beittir lögmæltum viðurlögum. Hvort fylgja eigi fordæmi Norðmanna og Dana og lögfesta bann við myndatökum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi verður ekki lagt mat á hér, en það hljóta að vera lágmarksréttindi sakbornings að hann þurfi ekki að sæta því að teknar séu af honum myndir í dómsal gegn vilja hans og þær birtar í fjölmiðlum. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Í Danmörku og Noregi er lagt bann við því í lögum að taka myndir af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi. Í lögum er jafnframt kveðið á um viðurlög ef brotið er gegn þessu banni og hefur fjölmiðlum verið gert að greiða sektir vegna slíkra brota. Rökin fyrir setningu framangreindra lagareglna í norrænum rétti eru þau að með myndbirtingum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi sé brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi sakbornings sem nýtur verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Þessi rök eiga einnig við á Íslandi. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einn þáttur í friðhelgi einkalífs að hver maður á rétt til eigin myndar. Af því leiðir sú meginreglan að myndataka og myndbirting af manni án hans samþykkis felur í sér brot á friðhelgi einkalífs hans. Samkvæmt sakamálalögum er sakborningi skylt að koma fyrir dóm við þingfestingu sakamáls. Ef sakborningur hlýðir ekki fyrirkalli dómara er heimilt að færa hann fyrir dóm með valdi. Sakborningur hefur því ekkert val. Hann getur ekki ákveðið að sitja heima í skjóli stjórnarskrárvarinna réttinda um friðhelgi heimilis og einkalífs. Honum er skylt að koma fyrir dóm og svara til saka. Á vefsvæði héraðsdóms er birt dagskrá yfir þau mál sem rekin eru fyrir viðkomandi dómstóli. Í dagskránni er greint frá nafni sakbornings, brotategund ásamt stað og stund þegar sakborningur á að mæta fyrir dóm. Fjölmiðlar fylgjast grannt með þessari dagskrá. Þegar sakborningur mætir fyrir dóm samkvæmt lagaboði er hann því auðveld bráð fjölmiðla sem skeyta oft engu um stjórnarskrárvarinn rétt viðkomandi sakbornings til friðhelgi einkalífs og rétt hans til eigin myndar. Með vísan til framangreindra sjónarmiða verður að telja að sú skylda hvíli ótvírætt á íslenskum stjórnvöldum að tryggja grundvallarmannréttindi sakbornings, þ.e. rétt til eigin myndar og friðhelgi einkalífs, séu virt við meðferð sakamála og þeir sem brjóta gegn þessum grundvallarréttindum verði beittir lögmæltum viðurlögum. Hvort fylgja eigi fordæmi Norðmanna og Dana og lögfesta bann við myndatökum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi verður ekki lagt mat á hér, en það hljóta að vera lágmarksréttindi sakbornings að hann þurfi ekki að sæta því að teknar séu af honum myndir í dómsal gegn vilja hans og þær birtar í fjölmiðlum. Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun