Selur höfundarréttinn að lögum sínum fyrir milljónir 10. nóvember 2009 06:00 Tónlistarkonan hefur selt bandaríska fyrirtækinu Songs Publishing hluta af höfundarrétti allra laga sinna. fréttablaðið/stefán „Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það," segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. „Þetta hefur gert okkur smá erfitt fyrir síðustu mánuði en við erum komin yfir þann hjalla núna," segir Kári. „Þetta lofaði mjög góðu og þetta leit allt rosalega vel út en svo þegar á hólminn var komið var þetta okkur ekki að skapi." Óánægjan stafaði aðallega af því hvernig fyrirtækið vildi haga framleiðslunni á plötum Lay Low. Vildi það kosta minna til en forsvarsmenn Lay Low voru tilbúnir að sætta sig við. Að sögn Kára tóku forsvarsmenn Nettwerk tíðindunum ekki vel í upphafi en á endanum skildu aðilar í góðu. „Þetta var þannig séð gert á vingjarnlegu nótunum en þeir voru eðlilega súrir. Við mátum stöðuna bara þannig upp á framtíðina að það væri ekki skynsamlegt fyrir okkur að festa okkur þarna." Nettwerk, sem er með útibú víða um heim, hefur á sínum snærum þekkta flytjendur á borð við Söruh McLachlan, Mörthu Wainwright og The Cardigans. Einn af stofnendum þess sá Lay Low spila á tónleikum í Fríkirkjunni á síðasta ári og bauð henni í kjölfarið útgáfusamning. Hljóðaði hann upp á útgáfu þriggja platna söngkonunnar og hefur fyrirtækið þegar gefið út Farewell Good Night"s Sleep í Evrópu. Útgáfa í Bandaríkjunum var síðan fyrirhuguð en ekkert varð af henni. Lay Low er því án útgáfusamnings erlendis og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort bitist verði um hana á næstunni. Til að snúa vörn í sókn hefur Lay Low gert höfundarréttarsamning við bandaríska fyrirtækið Songs Publishing. Upphæð samningsins nemur milljónum. Í honum felst að hluti af þeim stefgjöldum sem Lay Low fær erlendis fyrir lögin sem hún hefur samið rennur til fyrirtækisins. Einnig felst í samningnum möguleiki á höfundarrétti á lögum á tveimur næstu plötum hennar. „Þetta kemur okkur á rétt flug aftur. Við erum rosalega ánægð með þetta," segir Kári, en Songs Publishing hefur lengi haft augastað á Lay Low. Til að ávaxta pund sitt betur mun fyrirtækið reyna að koma tónlist Lay Low á framfæri í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Songs Publishing mun vera miðlungsstórt í tónlistarbransanum og hefur innan sinna raða hljómsveitina Little Joy, hliðarverkefni Fabrizio Moretti, trommara The Strokes, auk sveitanna Tokyo Police Club, The Album Leaf, Islands og Blackalicious. freyr@frettabladid.is Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
„Við urðum af nokkrum milljónum, það er ekkert flóknara en það," segir Kári Sturluson, umboðsmaður tónlistarkonunnar Lay Low. Hún hefur rift útgáfusamningi sínum við eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims, Nettwerk. „Þetta hefur gert okkur smá erfitt fyrir síðustu mánuði en við erum komin yfir þann hjalla núna," segir Kári. „Þetta lofaði mjög góðu og þetta leit allt rosalega vel út en svo þegar á hólminn var komið var þetta okkur ekki að skapi." Óánægjan stafaði aðallega af því hvernig fyrirtækið vildi haga framleiðslunni á plötum Lay Low. Vildi það kosta minna til en forsvarsmenn Lay Low voru tilbúnir að sætta sig við. Að sögn Kára tóku forsvarsmenn Nettwerk tíðindunum ekki vel í upphafi en á endanum skildu aðilar í góðu. „Þetta var þannig séð gert á vingjarnlegu nótunum en þeir voru eðlilega súrir. Við mátum stöðuna bara þannig upp á framtíðina að það væri ekki skynsamlegt fyrir okkur að festa okkur þarna." Nettwerk, sem er með útibú víða um heim, hefur á sínum snærum þekkta flytjendur á borð við Söruh McLachlan, Mörthu Wainwright og The Cardigans. Einn af stofnendum þess sá Lay Low spila á tónleikum í Fríkirkjunni á síðasta ári og bauð henni í kjölfarið útgáfusamning. Hljóðaði hann upp á útgáfu þriggja platna söngkonunnar og hefur fyrirtækið þegar gefið út Farewell Good Night"s Sleep í Evrópu. Útgáfa í Bandaríkjunum var síðan fyrirhuguð en ekkert varð af henni. Lay Low er því án útgáfusamnings erlendis og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort bitist verði um hana á næstunni. Til að snúa vörn í sókn hefur Lay Low gert höfundarréttarsamning við bandaríska fyrirtækið Songs Publishing. Upphæð samningsins nemur milljónum. Í honum felst að hluti af þeim stefgjöldum sem Lay Low fær erlendis fyrir lögin sem hún hefur samið rennur til fyrirtækisins. Einnig felst í samningnum möguleiki á höfundarrétti á lögum á tveimur næstu plötum hennar. „Þetta kemur okkur á rétt flug aftur. Við erum rosalega ánægð með þetta," segir Kári, en Songs Publishing hefur lengi haft augastað á Lay Low. Til að ávaxta pund sitt betur mun fyrirtækið reyna að koma tónlist Lay Low á framfæri í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Songs Publishing mun vera miðlungsstórt í tónlistarbransanum og hefur innan sinna raða hljómsveitina Little Joy, hliðarverkefni Fabrizio Moretti, trommara The Strokes, auk sveitanna Tokyo Police Club, The Album Leaf, Islands og Blackalicious. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein