Keflavík lagði Njarðvík 15. mars 2009 18:54 Mynd/Vilhelm Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.Sigur Keflvíkinga var verðskuldaður og hafði liðið frumkvæðið lengst af. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi. Smelltu hér til að sjá tölfræðina.Leik lokið. Keflavík 96 - Njarðvík 88.20:52. Keflavík hefur yfir 91-85 og 50 sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík tekur leikhlé.20:44 - Njarðvíkingar eru ekki hættir og minnka muninn í 84-79 þegar 3:45 eru eftir af leiknum. Keflavík virtist með unninn leik í höndunum en þeir grænu eru ekki búnir að segja sitt síðasta.20:39. Keflvíkingar eru með leikinn í hendi sér og hafa yfir 80-67 þegar 6:34 eru eftir af fjórða leikhlutanum.Þriðja leikhluta lokið. Keflavík 69 - Njarðvík 58.Keflvíkingar eru skrefinu á undan sem fyrr og virðast ekki líklegir til að tapa þessum leik. Gunnar Einarsson kom liðinu 11 stigum yfir um leið og lokaflautið í þriðja leikhlutanum gall.20:22 - Keflavík hefur yfir 59-49. Heimamenn komu mun ákveðnari inn í síðari hálfleikinn og eftir þriggja stiga körfu frá Sverri Sverrissyni ákvað Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur að taka leikhlé. 5:36 eftir af þriðja leikhluta.20:11 - Þess má til gamans geta að KR hefur yfir 68-35 gegn Breiðablik í hálfleik í hinum leiknum í Iceland Express deildinni. Jón Arnór Stefánsson er ekki í liði KR í kvöld en þess í stað hafa Jason Dourisseau (23 stig) og Nemanja Sovic (21 stig) ákveðið að fara í skotkeppni í fyrri hálfleiknum.20:07 - Þegar tölfræðin í fyrri hálfleik er skoðuð kemur í ljós að Njarðvíkingar eru með talsvert betri skotnýtingu en Keflvíkingar, en heimamenn hafa unnið það upp með því að vinna baráttuna um fráköstin 26-19.Þar munar mikið um að Keflavík hefur hirt 16 sóknarfráköst gegn aðeins 2 hjá Njarðvík. Jón N. Hafsteinsson hjá Keflavík er með 6 sóknarfráköst í leiknum.19:58. Hálfleikur. Keflavík 43 - Njarðvík 40.Þá er kominn hálfleikur hér í Keflavík og heimamenn hafa þriggja stiga forystu. Keflavíkurliðið náði tíu stiga forskoti um miðjan annan leikhluta en Njarðvíkingar gáfust ekki upp og voru rétt búnir að jafna í lok hálfleiksins.Jesse Rosa er atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig og 7 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson er með 10 stig. Hjá Njarðvík er Heath Sitton með 14 stig og Logi Gunnarsson 10.19:53 - Keflavík hefur yfir 36-26 og lítið gengur hjá þeim grænklæddu.19:46 - Keflvíkingar hafa enn yfir 31-25 þegar 6:30 er eftir af fyrri hálfleik.19:38. - Fyrsta leikhluta lokið. Keflvíkingar hafa yfir 24-19 eftir frábæran fyrsta leikhluta. Hraðinn er mikill og áhorfendur að fá nóg fyrir peninginn.19:30. Leikhlé. Keflavík hefur yfir 20-19 og útlit fyrir að leikurinn verði jafn og spennandi. Jesse Rosa er kominn með 9 stig hjá Keflavík en Logi Gunnarsson 8 hjá Njarðvík.19:25 - Fyrsti leikhluti hálfnaður og staðan jöfn 15-15. Leikurinn er mjög fjörugur og byrjar talsvert betur en viðureign liðanna í deildinni á dögunum.19:08 - Þá eru aðeins nokkrar mínútur í leik og eftirvæntingin mikil. Enn er pláss fyrir nokkra áhorfendur í viðbót í íþróttahúsinu og því er um að gera fyrir Keflvíkinga sem lesa þetta að drífa sig á völlinn.18:57 - Gott kvöld. Vísir er klár í Keflavík þar sem pallarnir eru að fyllast og stemmingin góð hér í Sláturhúsinu eins og alltaf þegar vorar. Keflvíkingar eru að hita upp en þeir grænklæddu að teygja á hliðarlínunni.Keflvíkingar tefla fram nýjum bandarískum leikmanni í kvöld, Jesse Rosa, en sá spilaði með liðinu í haust áður en kreppan skall á íslensku þjóðinni.Keflvíkingar eru nú búnir að gleyma kreppunni eins og grannar þeirra í Njarðvík og mæta til leiks með erlendan leikmann. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.Sigur Keflvíkinga var verðskuldaður og hafði liðið frumkvæðið lengst af. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi. Smelltu hér til að sjá tölfræðina.Leik lokið. Keflavík 96 - Njarðvík 88.20:52. Keflavík hefur yfir 91-85 og 50 sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík tekur leikhlé.20:44 - Njarðvíkingar eru ekki hættir og minnka muninn í 84-79 þegar 3:45 eru eftir af leiknum. Keflavík virtist með unninn leik í höndunum en þeir grænu eru ekki búnir að segja sitt síðasta.20:39. Keflvíkingar eru með leikinn í hendi sér og hafa yfir 80-67 þegar 6:34 eru eftir af fjórða leikhlutanum.Þriðja leikhluta lokið. Keflavík 69 - Njarðvík 58.Keflvíkingar eru skrefinu á undan sem fyrr og virðast ekki líklegir til að tapa þessum leik. Gunnar Einarsson kom liðinu 11 stigum yfir um leið og lokaflautið í þriðja leikhlutanum gall.20:22 - Keflavík hefur yfir 59-49. Heimamenn komu mun ákveðnari inn í síðari hálfleikinn og eftir þriggja stiga körfu frá Sverri Sverrissyni ákvað Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur að taka leikhlé. 5:36 eftir af þriðja leikhluta.20:11 - Þess má til gamans geta að KR hefur yfir 68-35 gegn Breiðablik í hálfleik í hinum leiknum í Iceland Express deildinni. Jón Arnór Stefánsson er ekki í liði KR í kvöld en þess í stað hafa Jason Dourisseau (23 stig) og Nemanja Sovic (21 stig) ákveðið að fara í skotkeppni í fyrri hálfleiknum.20:07 - Þegar tölfræðin í fyrri hálfleik er skoðuð kemur í ljós að Njarðvíkingar eru með talsvert betri skotnýtingu en Keflvíkingar, en heimamenn hafa unnið það upp með því að vinna baráttuna um fráköstin 26-19.Þar munar mikið um að Keflavík hefur hirt 16 sóknarfráköst gegn aðeins 2 hjá Njarðvík. Jón N. Hafsteinsson hjá Keflavík er með 6 sóknarfráköst í leiknum.19:58. Hálfleikur. Keflavík 43 - Njarðvík 40.Þá er kominn hálfleikur hér í Keflavík og heimamenn hafa þriggja stiga forystu. Keflavíkurliðið náði tíu stiga forskoti um miðjan annan leikhluta en Njarðvíkingar gáfust ekki upp og voru rétt búnir að jafna í lok hálfleiksins.Jesse Rosa er atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig og 7 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson er með 10 stig. Hjá Njarðvík er Heath Sitton með 14 stig og Logi Gunnarsson 10.19:53 - Keflavík hefur yfir 36-26 og lítið gengur hjá þeim grænklæddu.19:46 - Keflvíkingar hafa enn yfir 31-25 þegar 6:30 er eftir af fyrri hálfleik.19:38. - Fyrsta leikhluta lokið. Keflvíkingar hafa yfir 24-19 eftir frábæran fyrsta leikhluta. Hraðinn er mikill og áhorfendur að fá nóg fyrir peninginn.19:30. Leikhlé. Keflavík hefur yfir 20-19 og útlit fyrir að leikurinn verði jafn og spennandi. Jesse Rosa er kominn með 9 stig hjá Keflavík en Logi Gunnarsson 8 hjá Njarðvík.19:25 - Fyrsti leikhluti hálfnaður og staðan jöfn 15-15. Leikurinn er mjög fjörugur og byrjar talsvert betur en viðureign liðanna í deildinni á dögunum.19:08 - Þá eru aðeins nokkrar mínútur í leik og eftirvæntingin mikil. Enn er pláss fyrir nokkra áhorfendur í viðbót í íþróttahúsinu og því er um að gera fyrir Keflvíkinga sem lesa þetta að drífa sig á völlinn.18:57 - Gott kvöld. Vísir er klár í Keflavík þar sem pallarnir eru að fyllast og stemmingin góð hér í Sláturhúsinu eins og alltaf þegar vorar. Keflvíkingar eru að hita upp en þeir grænklæddu að teygja á hliðarlínunni.Keflvíkingar tefla fram nýjum bandarískum leikmanni í kvöld, Jesse Rosa, en sá spilaði með liðinu í haust áður en kreppan skall á íslensku þjóðinni.Keflvíkingar eru nú búnir að gleyma kreppunni eins og grannar þeirra í Njarðvík og mæta til leiks með erlendan leikmann.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira