Auddi semur við PokerStars 22. október 2009 03:30 Auðunn Blöndal hyggst ekki gerast atvinnumaður í póker, þetta sé fyrst og fremst skemmtilegt áhugamál. Fréttablaðið/Arnþór Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaðurinn góðkunni, hefur samið við eina stærstu pókersíðu heims, PokerStars.com. Og mun framvegis keppa á nokkrum mótum á vegum hennar, bæði hér heima og erlendis. Það fyrsta í röðinni verður í Tallinn í Eistlandi en þangað hefur verið stefnt nokkrum af þekktustu og sterkustu pókerspilurum Norðurlanda og Eystrasaltslandanna. „Ég flýg þangað á þriðjudaginn og mótið sjálft byrjar á fimmtudaginn," segir Auðunn Blöndal en pókeráhugi sjónvarpsmannsins varð fyrst opinber þegar hann fór út til Portúgals fyrir nokkru á vegum Betsson ásamt félaga sínum Agli „þykka" Einarssyni. Þeir kepptu jafnframt á nokkrum mótum hér heima undir formerkjum fyrirtækisins og andlit þeirra voru notuð í auglýsingaherferðum Betsson. En nú er komið að leiðarlokum í því samstarfi og sjálfskipaður fyrirliði íslenska pókerlandsliðsins verður skilinn eftir heima. Auðunn er hins vegar kominn á mála hjá sama fyrirtæki og margir af snjöllustu pókerspilarar heims sem mun styrkja hann til þátttöku á nokkrum sterkum pókermótum. Sjónvarpsmanninum hefur jafnframt verið boðið að taka þátt í Evrópumeistaramótinu, EPT, á vegum Pokerstars.com og ætlar að sækja það ásamt stórvini sínum, Sveppa. Í framhaldinu fá sjónvarpsáhorfendur að sjá Auðun við pókerborðið í fyrsta skipti en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur stjarna sjónvarpsmannsins risið þó nokkuð á meðal pókeráhugamanna hér á landi. Hann þykir víst nokkuð lunkinn. Auðunn segist hins vegar ekki vera farinn að hugleiða neitt í þá veru að segja upp starfinu og hefja feril sem atvinnumaður í póker. „Nei, ég held ekki, þetta er bara áhugamál og skemmtilegt sem slíkt." Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaðurinn góðkunni, hefur samið við eina stærstu pókersíðu heims, PokerStars.com. Og mun framvegis keppa á nokkrum mótum á vegum hennar, bæði hér heima og erlendis. Það fyrsta í röðinni verður í Tallinn í Eistlandi en þangað hefur verið stefnt nokkrum af þekktustu og sterkustu pókerspilurum Norðurlanda og Eystrasaltslandanna. „Ég flýg þangað á þriðjudaginn og mótið sjálft byrjar á fimmtudaginn," segir Auðunn Blöndal en pókeráhugi sjónvarpsmannsins varð fyrst opinber þegar hann fór út til Portúgals fyrir nokkru á vegum Betsson ásamt félaga sínum Agli „þykka" Einarssyni. Þeir kepptu jafnframt á nokkrum mótum hér heima undir formerkjum fyrirtækisins og andlit þeirra voru notuð í auglýsingaherferðum Betsson. En nú er komið að leiðarlokum í því samstarfi og sjálfskipaður fyrirliði íslenska pókerlandsliðsins verður skilinn eftir heima. Auðunn er hins vegar kominn á mála hjá sama fyrirtæki og margir af snjöllustu pókerspilarar heims sem mun styrkja hann til þátttöku á nokkrum sterkum pókermótum. Sjónvarpsmanninum hefur jafnframt verið boðið að taka þátt í Evrópumeistaramótinu, EPT, á vegum Pokerstars.com og ætlar að sækja það ásamt stórvini sínum, Sveppa. Í framhaldinu fá sjónvarpsáhorfendur að sjá Auðun við pókerborðið í fyrsta skipti en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur stjarna sjónvarpsmannsins risið þó nokkuð á meðal pókeráhugamanna hér á landi. Hann þykir víst nokkuð lunkinn. Auðunn segist hins vegar ekki vera farinn að hugleiða neitt í þá veru að segja upp starfinu og hefja feril sem atvinnumaður í póker. „Nei, ég held ekki, þetta er bara áhugamál og skemmtilegt sem slíkt."
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira