Innlent

Slá milljónir af söluverði eigna

Raunverulegt íbúðaverð á höfuðborgarsvsæðinu er mun lægra en mælingar Fasteignamatsins sýna. Dæmi eru um að seljendur slái jafnvel tugi milljóna af söluverði dýrra eigna.

Eins og við greindum frá í gær þá hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 3,3 prósent á þremur mánuðum, sem jafngildir 13 prósenta lækkun á einu ári. Það er í krónum talið og ekki tekið tillit til rýrnurar vegna verðbólgu.

Það sem gerir þessa lækkunartölu villandi, er að talsvert eru um makaskipti, þar sem hvor um sig hækkar söluverðið til málamynda, til að skapa aukið veðrými. En í beinni sölu er raunveruleikinn allt annar og lækkunin mun meiri. Þannig hefur Fréttastofan þrjú staðfest dæmi um sölur nýverið.

Eign sem átti að kosta 19,5 milljón fór á 15,5  önnur átti að kosta 46,5milljón en fór á 40 og sú þriðja, sem átti að kosta 69 milljónir fór á 52. Tekið skal fram að þær voru allar verðmetnar eftir bankahrunið og hrun húsnæðismarkaðarins, en hefðu allar verið metnar á hærra verði, áður en til þess kom. Það er því ótvíræður kaupendamarkaður á höfuðborgarsvæðinu þessa stundina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×