Innlent

Fimmtán ára dæmdur fyrir kynferðisbrot

Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot.

Fimmtán ára gamall piltur var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Hann var dæmdur fyrir að hafa í að minnsta kosti fjögur skipti um vor og sumar á árinu 2007, í Kópavogi, þuklað á brjóstum og efri hluta líkama stúlku, innanklæða. Í einu af þeim tilvikum einnig þuklað á rassi hennar innanklæða og í öðru tilviki þuklað við kynfæri hennar innanklæða. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að hafa í ágúst sama ár þuklað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar á heimili piltsins.

Hinn fimmtán ára kynferðisbrotamaður játaði brot sín skýlaust. Honum er gert að greiða fórnalambi sínu 250 þúsund krónur í miskabætur en þar sem hann er ófjárráða fellur krafan á foreldra hans.

Pilturinn er gert að sæta fjögurra mánaða fangelsi en fresta skal fullnustu refsingar og látin niður falla haldi hann almennt skilorð í þrjú ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×