Innlent

Tryggvi Þór sækist eftir þingsæti

Tryggvi Þór Herbertsson kennir við Háskóla Íslands.
Tryggvi Þór Herbertsson kennir við Háskóla Íslands.
Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor í Hagfræði við Háskóla Íslands, hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi  fyrir næstu alþingiskosningar.

„Þetta er nú svona búið að vera að þróast undanfarna daga og ég tók bara ákvörðun núna í morgun um að láta verða af þessu," segir Tryggvi Þór í samtali við fréttastofu. Tryggvi Þór segist vera fæddur og uppalinn á Neskaupsstað og ræturnar séu því þar.

„Mér hefði fundist full bratt að sækjast eftir fyrsta sæti og þar er líka mjög góður maður sem ég vona að ég fái að vinna með," segir Tryggvi þegar hann er spurður um ástæður þess að hann sækist eftir öðru sæti.

Tryggvi Þór var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til skamms tíma. Þá var hann forstjóri Askar Capital.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×