Innlent

Fékk 1500 þúsund í bætur vegna vinnuslyss

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Héraðsdómur hefur dæmt Síld og fisk ehf. til að greiða fyrrum starfsmanni sínum Ewu Zubrzycka rúmar 1500 þúsund krónur með vöxtum vegna slyss sem varð þegar að Ewa skar sig á kjötsög í vinnunni.

Samkvæmt héraðsdómi átti slysið sér stað þegar stefnandi var að þrífa kjötskurðarvél, sem notuð var til þess að skera niður kryddpylsur. Til þess að þrífa vélina var nauðsynlegt að taka hana í sundur að hluta. Ewa rak handarbak vinstri handar í skurðblaðið og hlaust skurður af. Engin vitni voru að slysinu.

Ewa fór á slysadeild þar sem gerð var aðgerð á handarbakinu, en hún þurfti að vera frá vinnu í fimm mánuði og hlaut 5% varanlega örorku af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×