Innlent

Hæstiréttur mildar dóm yfir tíræðum kynferðisbrotamanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hæstiréttur mildaði í dag refsidóm yfir tíræðum karlmanni af Reykjanesi vegna kynferðisbrots sem maðurinn framdi gagnvart barnabarni sínu á árunum 1995-2004. Hæstiréttur dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt hann í fjögurra ára fangelsi. Við ákvörðun refsingar hans í Hæstarétti var litið til þess að brot hans voru trúnaðarbrot sem beindust gegn barnabarni hans. Á hinn bóginn var litið til þess að maðurinn var kominn á tíræðisaldur og bjó við nokkra skerðingu á vitrænni getu og var haldinn líkamlegum sjúkdómum.

Maðurinn krafðist þess fyrir Hæstarétti að málinu yrði vísað frá dómi og hann yrði sýkn saka. Hann reisti kröfu sína á því að ekki lægi fyrir fullnægjandi gögn og upplýsingar um heilsufar hans og sjúkrasögu, er varðað gæti kyngetu hans og kynlöngun, en þau atriði hafi áhrif við sönnunarmat. Frávísunarkröfunni var hafnað.

Auk tveggja ára fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða barnabarni sínu 1500 þúsund krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×