Innlent

Miskabætur vegna ofsókna hækkaðar

Hæstiréttur staðfesti dóm yfir manni sem ofsótti starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar.
Hæstiréttur staðfesti dóm yfir manni sem ofsótti starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar.

Karlmaður sem ofsótti tvo starfsmenn Fjölskylduþjónustunnar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi en miskabætur voru hækkaðar úr þrjú hundruð þúsund upp í sex hundruð þúsund krónur í Hæstarétti Íslands. Maðurinn hafði haft ítrekað í ógeðfelldum hótunum við starfsmennina en barn hins dæmda hafði verið tekið af honum og var í fóstri.

Maðurinn er greindarskertur, en í dómsorði segir að hann nýti greind sína vel. Maðurinn gekk mjög langt í hótunum sínum og henti meðal annars bensínsprengju í gám sem innihélt eigur annars fórnalambsins.

Annað fórnlambið þjáðist af áfallastreitu í kjölfar hótananna og sagði upp starfi sínu í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×