Innlent

Valgerður Bjarnadóttir hættir í bankaráði Seðlabankans

Valgerður Bjarnadóttir er hætt í bankaráðinu eftir þriggja mánaða setu.
Valgerður Bjarnadóttir er hætt í bankaráðinu eftir þriggja mánaða setu.
Valgerður Bjarnadóttir hefur sent Guðbjarti Hannessyni forseta Alþingis bréf og óskað eftir lausn frá störfum í bankaráði Seðlabankans. Valgerður tók sæti í bankaráðinu í nóvember síðastliðnum þegar að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bað um lausn frá störfum eftir hrun efnahagskerfisins. Auk þess að hafa verið fulltrúi Samfylkingarinnar í bankaráði Seðlabankans er Valgerður Bjarnadóttir jafnframt varaþingmaður flokksins.

Í bréfi til forseta Alþingis segir Valgerður að meirihluti bankastjórnar Seðlabanka hafi ekki orðið við þeim tilmælum forsætisráðherra að láta af störfum. „Það er mér um megn að sitja fundi með bankastjórn sem situr í óþökk ekki bara fólksins í landinu heldur einnig þeirra sem ábyrgir eru fyrir stjórn landsins. Með bréfi þessu segi ég af mér setu í bankaráði Seðlabanka Íslands," segir Valgerður í bréfi til forseta Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×