Innlent

Metfjöldi skráður í framhalds- og háskóla

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík.
Haustið 2008 voru fleiri skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi en nokkru sinni fyrr, eða 47.282. Í framhaldsskóla eru skráðir 29.271 og 18.011 nemendur í háskóla. Á milli áranna 2007 og 2008 fjölgaði skráðum nemendum um 2,6%. Fjölgunin er öllu meiri á framhaldsskólastigi, eða um 3,3%, á móti 1,6% á háskólastigi, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar.



Fjarnám er skýringin


Þar kemur jafnframt fram að fjölgun nemenda skýrist fyrst og fremst af miklum vexti fjarnáms á báðum skólastigum og grunnskólanemendum sem sækja í auknum mæli í nám á framhaldsskólastigi. Nemendur grunnskóla eru 5,0% skráðra nemenda í framhaldsskólum og hefur fjölgað um 9,3% á milli ára í framhaldsskólum landsins.



Konur meirihluta nemenda


Konur eru umtalsvert fleiri en karlar meðal skráðra nemenda eða 6.888 fleiri. Alls stunda 27.085 konur nám á móti 20.197 körlum. Konur eru 57,3% nemenda á öllum skólastigum ofan grunnskóla en hlutur karla er 42,7%.

Þegar skipting kynja er skoðuð eftir skólastigum, eru konur 54,0% nemenda á framhaldsskólastigi, 37,0% nemenda á viðbótarstigi, 64,3% nemenda á háskólastigi og 58,3% nemenda á doktorsstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×