Innlent

Styðja hugmyndir Ástu um jafna kynjaskiptingu

Margrét Sverrisdóttir er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Margrét Sverrisdóttir er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands tekur heilshugar undir hugmyndir Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um að stjórnmálaflokkarnir setji sér reglur er varða kynjaskiptingu á framboðslistum, þannig að skipting kvenna og karla verði sem jöfnust.

,,Eins og félags- og tryggingamálaráðherra bendir réttilega á, er það hlutverk flokkanna að tryggja konum og körlum jafna hlutdeild í lýðræðislega kjörnum stofnunum samfélagsins," segir á ályktun stjórnar félagsins.

Þar er einnig vakin athygli á því að í síðustu alþingiskosningum hafi alþingiskonum fækkað miðað við þar síðustu kosningar á árinu 2003. ,,Hlutfall kvenframbjóðenda var að auki mun hærra en þeirra sem náðu kjöri í síðustu kosningum. Það bendir til þess að konur skipa síður efstu sæti á framboðslistum stjórnmálaflokkanna sem líklegust eru til þingmennsku."

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur að tryggja verði aðkomu kvenna jafnt og karla í örugg sæti framboðslistanna. Tilmæli félags- og tryggingamálaráðherra til stjórnmálaflokkanna eru því tímabær og sanngjörn og í fullu samræmi við núverandi jafréttislög.




Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir um kynjahlutföll innan Samfylkingar

Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík hafnaði tillögu um að kjósa þyrfti jafnan hlut kynjanna í prófkjöri. Tillagan var lögð fyrir á fundi sl. mánudag. Sama dag sendi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra og samfylkingarkona bréf til forsvarsmanna stjórnmálaflokkanna með tilmælum um að tryggja jafnræði kynjanna við uppröðun á listum fyrir komandi alþingiskosningar.

Ráðherra vill reglur sem tryggja jöfn kynjahlutföll á framboðslistum

„Brýnt er að stjórnmálaflokkarnir móti sér reglur er tryggi að hlutur kynjanna á framboðslistum verði sem jafnastur, ekki síst í þeim sætum sem gera má ráð fyrir að skili frambjóðendum inn á þing, segir í bréfi sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra hefur sent formönnum stjórnmálaflokkanna vegna komandi þingkosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×