Erlent

Vonir dofna um árangur í Kaupmannahöfn -kylfur á lofti

Óli Tynes skrifar
Danskir lögregluþjónar þykja ganga rösklega til verka.
Danskir lögregluþjónar þykja ganga rösklega til verka. Mynd/AP

Eins og undanfarið einkenndist dagurinn í dag af slagsmálum í Kaupmannahöfn, bæði utan dyra og innan. Danska lögreglan barði mann og annan og handtók hátt á þriðja hundrað manns.

Erlendir mótmælendur segjast vera í sjokki og að þeir hafi ekki búist við svona aðgerðum í hinni friðsælu lýðræíslegu Danmörku. Danska löggan segir aftur á móti að þetta hafi gengið fínt.

Innan dyra í Bella Center er slík gjá á milli þróunarlanda og iðnríkja að litlar líkur eru á að einhverjar meiriháttar aðgerðir verði samþykktar áður en henni verður slitið á föstudag.

Þróunarlöndin eru bitur, eins og kom fram í máli forseta Venesúela, sem talaði ekki tæpitungu frekar en fyrri daginn.

Hugo Chavez forseti Venesúela sagði að ef loftslagið væti banki myndu kapitalistaríkin löngu búin að bjarga honum.

Meðal þátta sem enn á eftir að leysa er hvaða mörk iðnríkin eigi að setja sér varðandi útblástur, hversu marga milljarða dollara þau ætla að leggja þróunarlöndunum til og hvernig á að haga eftirliti með því að þjóðir standi við loforð sín.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×