Up in the Air með flestar Golden Globe-tilnefningar 16. desember 2009 01:00 up in the air George Clooney fer með aðalhlutverkið í myndinni Up In The Air. Karl Júlíusson hannaði leikmyndina fyrir The Hurt Locker, Heba Þórisdóttir sá um förðun í Inglorious Basterds og Sigurjón Sighvatsson framleiðir Brothers. Nýjasta mynd George Clooney, Up in the Air, hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Íslendingar lögðu sitt af mörkum til nokkurra mynda sem voru tilnefndar. Up in the Air hlaut sex Golden Globe-tilnefningar, þar á meðal sem besta dramatíska kvikmyndin, auk þess sem George Clooney var tilnefndur sem besti aðalleikarinn. Aðrir myndir tilnefndar sem besta dramatíska myndin voru Avatar, The Hurt Locker, Inglorious Basterds og Precious. Söngleikurinn Nine fékk næstflestar tilnefningar, eða fimm talsins. Nine var meðal annars tilnefnd sem besta myndin í söngleikja- og gamanmyndaflokki. Aðrar tilnefndar í þeim flokki voru (500) Days Of Summer, The Hangover, It"s Complicated og Julie & Julia. Tvær myndir hlutu fjórar tilnefningar, ævintýramynd James Cameron, Avatar, og stríðsópus Quentins Tarantino, Inglourious Basterds. Íslenski förðunarmeistarinn Heba Þórisdóttir annaðist einmitt förðunina í síðarnefndu myndinni. Tilnefndar sem bestu aðalleikkonurnar í dramaflokki voru Sandra Bullock fyrir The Proposal, Marion Cotillard fyrir Nine, Julia Roberts fyrir Duplicity og loks fékk Meryl Streep tvær tilnefningar fyrir It"s Complicated og Julie & Julia. Auk George Clooney voru tilnefndir sem bestu aðalleikarar í dramaflokki þeir Jeff Bridges fyrir Crazy Heart, Colin Firth fyrir A Single Man, Morgan Freeman fyrir Invictus og Tobey Maguire fyrir Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. Sú mynd hlaut eina tilnefningu til viðbótar. Þar var á ferðinni hljómsveitin U2 með aðallag myndarinnar, Winter. Auk Sigurjóns og Hebu tengist einn Íslendingur til viðbótar Golden Globe-verðlaununum í ár, eða leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hannaði leikmyndina fyrir stríðsmyndina The Hurt Locker sem er tilnefnd sem besta dramatíska myndin eins og áður sagði. Honum tókst að láta borgina Amman í Jórdaníu líta út fyrir að vera á miðju ófriðarsvæðinu í Bagdad í Írak. Sjónvarpsþátturinn Glee hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe, eða fjórar talsins. Næstir á eftir honum með þrjár tilnefningar komu 30 Rock, Big Love, Damages, Dexter, Georgie O"Keefe, Grey Gardens, Into the Storm og Mad Man. Sumir þessara þátta hafa verið sýndir á Stöð 2 og Skjá einum við miklar vinsældir. Golden Globe-verðlaunin verða afhent 17. janúar í Hollywood og verður fróðlegt að sjá hvort einhverjar „íslensku“ myndanna fari heim með þessi virtu verðlaun. f f f Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Nýjasta mynd George Clooney, Up in the Air, hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna. Íslendingar lögðu sitt af mörkum til nokkurra mynda sem voru tilnefndar. Up in the Air hlaut sex Golden Globe-tilnefningar, þar á meðal sem besta dramatíska kvikmyndin, auk þess sem George Clooney var tilnefndur sem besti aðalleikarinn. Aðrir myndir tilnefndar sem besta dramatíska myndin voru Avatar, The Hurt Locker, Inglorious Basterds og Precious. Söngleikurinn Nine fékk næstflestar tilnefningar, eða fimm talsins. Nine var meðal annars tilnefnd sem besta myndin í söngleikja- og gamanmyndaflokki. Aðrar tilnefndar í þeim flokki voru (500) Days Of Summer, The Hangover, It"s Complicated og Julie & Julia. Tvær myndir hlutu fjórar tilnefningar, ævintýramynd James Cameron, Avatar, og stríðsópus Quentins Tarantino, Inglourious Basterds. Íslenski förðunarmeistarinn Heba Þórisdóttir annaðist einmitt förðunina í síðarnefndu myndinni. Tilnefndar sem bestu aðalleikkonurnar í dramaflokki voru Sandra Bullock fyrir The Proposal, Marion Cotillard fyrir Nine, Julia Roberts fyrir Duplicity og loks fékk Meryl Streep tvær tilnefningar fyrir It"s Complicated og Julie & Julia. Auk George Clooney voru tilnefndir sem bestu aðalleikarar í dramaflokki þeir Jeff Bridges fyrir Crazy Heart, Colin Firth fyrir A Single Man, Morgan Freeman fyrir Invictus og Tobey Maguire fyrir Brothers, sem Sigurjón Sighvatsson framleiðir. Sú mynd hlaut eina tilnefningu til viðbótar. Þar var á ferðinni hljómsveitin U2 með aðallag myndarinnar, Winter. Auk Sigurjóns og Hebu tengist einn Íslendingur til viðbótar Golden Globe-verðlaununum í ár, eða leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hannaði leikmyndina fyrir stríðsmyndina The Hurt Locker sem er tilnefnd sem besta dramatíska myndin eins og áður sagði. Honum tókst að láta borgina Amman í Jórdaníu líta út fyrir að vera á miðju ófriðarsvæðinu í Bagdad í Írak. Sjónvarpsþátturinn Glee hlaut flestar tilnefningar til Golden Globe, eða fjórar talsins. Næstir á eftir honum með þrjár tilnefningar komu 30 Rock, Big Love, Damages, Dexter, Georgie O"Keefe, Grey Gardens, Into the Storm og Mad Man. Sumir þessara þátta hafa verið sýndir á Stöð 2 og Skjá einum við miklar vinsældir. Golden Globe-verðlaunin verða afhent 17. janúar í Hollywood og verður fróðlegt að sjá hvort einhverjar „íslensku“ myndanna fari heim með þessi virtu verðlaun. f f f
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira