Fá fimm vikur til að bjarga fjármálunum 16. desember 2009 03:45 Forsvarsmenn Álftaness Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar Álftaness, og Margrét Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, koma ásamt Pálma Mássyni bæjarstjóra af fundi með eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í gær.Fréttablaðið/Pjetur „Við höfum veitt bæjarstjórn Álftaness frest til 20. janúar næstkomandi til að koma fjármálum sveitarfélagsins á réttan kjöl,“ segir Kristján L. Möller sveitarstjórnarráðherra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er fjárhagsstaða Álftaness vonlítil. Bæjarstjórnin er í samvinnu við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga að reyna að ráða fram úr vandanum. Kristján segir það liggja skýrt fyrir í sveitarstjórnarlögum hvað gerist takist bæjarstjórninni ekki að ráða fram úr vandanum áður en fresturinn er á enda. „Komi í ljós að greiðslubyrðin verði áfram umfram greiðslugetu og sé það mikil að ekki muni úr rætast í bráð höfum við heimild til að skipa sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn,“ segir ráðherrann. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar um Álftanes hefur enn ekki fengist afhent. Mismunandi túlkanir eru á því hvað teljist vera skuldir sveitarfélagsins. Fulltrúar þess meirihluta sem fór með völd í bæjarfélaginu frá því eftir kosningar 2006 og þar til í sumar segja til dæmis skuldirnar nú standa í ríflega 4 milljörðum króna. Kristján L. Möller dregur hins vegar upp aðra mynd af skuldastöðu Álftaness. „Skuldirnar eru 7,4 milljarðar,“ segir ráðherrann. „Þar af eru skuldbindingar utan efnahags tæpir þrír milljarðar sem eru einkum vegna langtímasamninga við eignarhaldsfélagið Fasteign.“ Pálmi Másson, bæjarstjóri Álftaness, vill ekki tjá sig um skuldastöðuna að svo stöddu. „Við ráðgerum íbúafund, sennilega á fimmtudag, þar sem farið verður yfir niðurstöður skýrslunnar,“ segir Pálmi. Bæjarstjórinn kannast ekki við að ráðuneytið hafi sett Álftanesi formleg tímamörk. Pálmi, ásamt Kristni Guðlaugssyni, forseta bæjarstjórnar, og Margréti Jónsdóttur, formanni bæjarráðs, áttu síðdegis í gær fund með fulltrúum eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Pálmi segir viðræður halda áfram í dag. „Svo má vænta þess að öðru hvorum megin við helgi liggi fyrir eitthvert samkomulag milli bæjarstjórnar og ráðuneytisins um þennan tíma sem ráðherrann nefndi,“ segir hann. Sveitarstjórnarráðherra segir að ákveðið hafi verið að Álftanes fái fyrirframgreiðslu úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að geta greitt laun og aðrar forgangskröfur á næstu vikum. Meðal úrræða sem Álftanes hefur samkvæmt lögum er að óska eftir leyfi ráðherra að hækka álögur á íbúana um allt að 25 prósent. Pálmi segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt af hálfu bæjarstjórnar. gar@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
„Við höfum veitt bæjarstjórn Álftaness frest til 20. janúar næstkomandi til að koma fjármálum sveitarfélagsins á réttan kjöl,“ segir Kristján L. Möller sveitarstjórnarráðherra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er fjárhagsstaða Álftaness vonlítil. Bæjarstjórnin er í samvinnu við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga að reyna að ráða fram úr vandanum. Kristján segir það liggja skýrt fyrir í sveitarstjórnarlögum hvað gerist takist bæjarstjórninni ekki að ráða fram úr vandanum áður en fresturinn er á enda. „Komi í ljós að greiðslubyrðin verði áfram umfram greiðslugetu og sé það mikil að ekki muni úr rætast í bráð höfum við heimild til að skipa sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn,“ segir ráðherrann. Skýrsla eftirlitsnefndarinnar um Álftanes hefur enn ekki fengist afhent. Mismunandi túlkanir eru á því hvað teljist vera skuldir sveitarfélagsins. Fulltrúar þess meirihluta sem fór með völd í bæjarfélaginu frá því eftir kosningar 2006 og þar til í sumar segja til dæmis skuldirnar nú standa í ríflega 4 milljörðum króna. Kristján L. Möller dregur hins vegar upp aðra mynd af skuldastöðu Álftaness. „Skuldirnar eru 7,4 milljarðar,“ segir ráðherrann. „Þar af eru skuldbindingar utan efnahags tæpir þrír milljarðar sem eru einkum vegna langtímasamninga við eignarhaldsfélagið Fasteign.“ Pálmi Másson, bæjarstjóri Álftaness, vill ekki tjá sig um skuldastöðuna að svo stöddu. „Við ráðgerum íbúafund, sennilega á fimmtudag, þar sem farið verður yfir niðurstöður skýrslunnar,“ segir Pálmi. Bæjarstjórinn kannast ekki við að ráðuneytið hafi sett Álftanesi formleg tímamörk. Pálmi, ásamt Kristni Guðlaugssyni, forseta bæjarstjórnar, og Margréti Jónsdóttur, formanni bæjarráðs, áttu síðdegis í gær fund með fulltrúum eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Pálmi segir viðræður halda áfram í dag. „Svo má vænta þess að öðru hvorum megin við helgi liggi fyrir eitthvert samkomulag milli bæjarstjórnar og ráðuneytisins um þennan tíma sem ráðherrann nefndi,“ segir hann. Sveitarstjórnarráðherra segir að ákveðið hafi verið að Álftanes fái fyrirframgreiðslu úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að geta greitt laun og aðrar forgangskröfur á næstu vikum. Meðal úrræða sem Álftanes hefur samkvæmt lögum er að óska eftir leyfi ráðherra að hækka álögur á íbúana um allt að 25 prósent. Pálmi segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt af hálfu bæjarstjórnar. gar@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira