Innlent

Safna saman útflytjendum

viðskipti Skráning í Útflytjendahandbókina, Iceland Trade Directory, hefur staðið yfir undanfarið og eru allir þeir sem stunda viðskipti við útlönd hvattir til að nýta sér þessa leið til kynningar á erlendum mörkuðum.

Útflutningsráð Íslands vinnur að því að bæta skráningu í vöru- og þjónustuflokka fyrirtækja sem mun skila þeim mun betri árangri.

Iceland Trade Directory er upplýsingarit og gagnabanki sem í eru skráð fjölmörg íslensk útflutningsfyrirtæki og hátt í 400 vöruflokkar. Handbókin kemur út árlega. Bókin er gefin út af Heimi ehf. í samstarfi við Útflutningsráð.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×