Innlent

Ávíttur stjórnarmaður VR ætlar að halda aðra ræðu á kröfufundi

Stjórnarmaður VR og fyrrverandi varaformaður félagsins, Bjarki Steingrímsson, hefur verið boðið að halda ræðu á kröfufundi sem haldin verður á Austurvelli næstu helgi - og hefur þegið það boð samkvæmt tilkynningu sem hann hefur sent frá sér.

Stjórn VR sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem fram koma að Stjórnin hafi samþykkti tillögu um vantraust á Bjarka Steingrímsson sem varaformann stjórnar félagsins á fundi í hádeginu í dag. Ástæðurnar voru trúnaðarbrestur og samstarfsörðugleikar. Ásta Rut Jónasdóttir var kjörin nýr varaformaður á fundinum.

Að mati stjórnar tók steininn úr þegar Bjarki hélt ræðu á útifundi á Austurvelli þann 5. desember þar sem hann lítilsvirti ekki eingöngu störf eigin félags heldur verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni, að fram kemur í tilkynningu frá stjórn VR.

Í tilkynningu sem Bjarki sendi svo frá sér fyrir stundu segir: „Ég Bjarki Steingrímsson stjórnarmaður og fyrrverandi varaformaður VR mun halda baráttunni minni áfram af fullum krafti fyrir hag félagamanna og siðbót í verkalýðsbaráttunni, þrátt fyrir vantrauststillögu sem var samþykkt fyrr í dag.[...] Vil ég benda á að ræðu mína sem fyllti mæli stjórnarmanna og ég hélt á Austurvelli nýverið er hægt að nálgast á www.hjariveraldar.is. Einnig vil ég vekja athygli á að ég hef þegið boð um að flytja ræðu næstkomandi laugardag á kröfufundi á Austurvelli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×