Stjörnur eitt augnablik 16. desember 2009 03:00 ljósmyndir Ein mynda Friobs á sýningu hans frá Goðafossi. mynd Laurent Friob/Ljósmyndasafn reykjavíkur Sýningin Stjörnur eitt augnablik, heitir eftir samnefndri myndröð ljósmyndarans Laurents Friob sem hann tók á Íslandi, nánar tiltekið af Goðafossi árið 2008. Nú opnar Friob sýningu á verkum úr röðinni á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Um sýningu og viðfangsefnið segir Friob: „Ljósmyndun er oft skilgreind sem vélræn eftirmynd raunveruleikans. Ljósmyndin er bútur sem er tekinn úr tíma og rúmi, pappírsbrot af óendanlegri dýpt. Myndavélin starfar líkt og stundaglas úr ljósi sem flöktir milli heima. Í ljósmyndun eru myndir baðaðar ljósi, ekki efni. Myndin frystir eitt augnablik af tímans óendanlega flæði. Það er eitthvað við myndatöku sem truflar tímans takt; spenna milli skilnings og skynjunar. Ljósmyndun er því fyrir mér svipuð og aðrir gagnslausir en þó ævarandi hlutir. Hún sýnir þörf okkar fyrir eitthvað sem glitrar innra með okkur; hvernig ljósið ljómar, slokknar, titrar og springur.“ Laurent Friob er fæddur í Lúxemborg, hinni gömlu vinaborg Íslendinga, en hann býr og starfar í Brussel. Hann er eðlisfræðingur og hljóðverkfræðingur að mennt en hefur ekki formlega listmenntun að baki. Laurent hefur tekið þátt í sýningum víðs vegar og var til að mynda fulltrúi Lúxemborgar í European Month of Photography – ljósmyndahátíðinni árið 2006 og hafa myndir hans einnig birst í virtum ljósmyndatímaritum. Sýningin hefst 17. desember og er opin virka daga frá 12-19 og frá 13-17 um helgar. Hún verður uppi í Ljósmyndasafninu til 9. febrúar. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Sýningin Stjörnur eitt augnablik, heitir eftir samnefndri myndröð ljósmyndarans Laurents Friob sem hann tók á Íslandi, nánar tiltekið af Goðafossi árið 2008. Nú opnar Friob sýningu á verkum úr röðinni á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Um sýningu og viðfangsefnið segir Friob: „Ljósmyndun er oft skilgreind sem vélræn eftirmynd raunveruleikans. Ljósmyndin er bútur sem er tekinn úr tíma og rúmi, pappírsbrot af óendanlegri dýpt. Myndavélin starfar líkt og stundaglas úr ljósi sem flöktir milli heima. Í ljósmyndun eru myndir baðaðar ljósi, ekki efni. Myndin frystir eitt augnablik af tímans óendanlega flæði. Það er eitthvað við myndatöku sem truflar tímans takt; spenna milli skilnings og skynjunar. Ljósmyndun er því fyrir mér svipuð og aðrir gagnslausir en þó ævarandi hlutir. Hún sýnir þörf okkar fyrir eitthvað sem glitrar innra með okkur; hvernig ljósið ljómar, slokknar, titrar og springur.“ Laurent Friob er fæddur í Lúxemborg, hinni gömlu vinaborg Íslendinga, en hann býr og starfar í Brussel. Hann er eðlisfræðingur og hljóðverkfræðingur að mennt en hefur ekki formlega listmenntun að baki. Laurent hefur tekið þátt í sýningum víðs vegar og var til að mynda fulltrúi Lúxemborgar í European Month of Photography – ljósmyndahátíðinni árið 2006 og hafa myndir hans einnig birst í virtum ljósmyndatímaritum. Sýningin hefst 17. desember og er opin virka daga frá 12-19 og frá 13-17 um helgar. Hún verður uppi í Ljósmyndasafninu til 9. febrúar.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Terry Reid látinn Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira