Úrslitastundin er í dag 26. janúar 2009 06:00 Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að Samfylkingin samþykki tuga milljarða króna niðurskurð í ríkisútgjöldum til viðbótar við áður ákveðinn niðurskurð, eigi ríkisstjórnin að starfa áfram. Það er í samræmi við samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu funda hvor í sínu lagi klukkan 10 í dag. Á fundunum verður framtíð stjórnarsamstarfsins rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma að í framhaldinu taki formenn flokkanna ákvörðun um það hvort stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram. Sjálfstæðismenn vilja að samkomulag verði gert um aukinn niðurskurð á ríkisútgjöldum, en í dag er gert ráð fyrir yfir 150 milljarða króna halla á yfirstandandi ári. Samfylkingin hefur sett fram þrjú skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrsta skilyrðið er að stjórn og stjórnendur Seðlabankans víki. Einnig er þess krafist að aðgerðaáætlun um efnahagslífið og peningastjórnun verði hrundið af stað. Að lokum er sett það skilyrði að stjórnarskrá verði breytt fyrir kosningar í vor til að hægt verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar kosninga. Fréttablaðið hefur heimildir úr báðum stjórnarflokkum fyrir því að að sameining Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabanka Íslands hafi verið langt komin seint á síðasta ári. Hún hafi verið fyrirhuguð um áramót. Þá hafi einnig verið fyrirhugað að samþykkja aukinn niðurskurð í ríkisfjármálum í takt við það sem Sjálfstæðismenn krefjist nú. Þá hafi uppstokkun í ríkisstjórn, og skipti á ráðuneytum milli stjórnarflokkanna átt að fara fram á sama tíma. Heimildir úr Sjálfstæðisflokki herma að forysta Samfylkingarinnar hafi viljað fresta breytingunum vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Heimildarmenn í Samfylkingunni segja að sjálfstæðismenn hafi ekki viljað fara í breytingarnar af jafn miklum krafti og Samfylkingin og áhuginn því koðnað niður. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ekki mætti rasa um ráð fram með mögulega sameiningu FME og Seðlabankans, og að engum útfærslum hafi verið hafnað. Ingibjörg Sólrún segir að algjör forsenda fyrir sátt í samfélaginu sé að breytingar verði í Seðlabankanum. Björgvin G. Sigurðsson og Fjármálaeftirlitið hafi gengið á undan með góðu fordæmi og því hljóti sjónir manna að beinast að bankanum nú. Ingibjörg segir þá hugmynd hafa komið upp að Samfylkingin leiddi ríkisstjórnina. „Það gæti alveg verið ástæða til þess að skoða breytingar á verkstjórnarvaldi." Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að Samfylkingin samþykki tuga milljarða króna niðurskurð í ríkisútgjöldum til viðbótar við áður ákveðinn niðurskurð, eigi ríkisstjórnin að starfa áfram. Það er í samræmi við samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu funda hvor í sínu lagi klukkan 10 í dag. Á fundunum verður framtíð stjórnarsamstarfsins rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma að í framhaldinu taki formenn flokkanna ákvörðun um það hvort stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram. Sjálfstæðismenn vilja að samkomulag verði gert um aukinn niðurskurð á ríkisútgjöldum, en í dag er gert ráð fyrir yfir 150 milljarða króna halla á yfirstandandi ári. Samfylkingin hefur sett fram þrjú skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrsta skilyrðið er að stjórn og stjórnendur Seðlabankans víki. Einnig er þess krafist að aðgerðaáætlun um efnahagslífið og peningastjórnun verði hrundið af stað. Að lokum er sett það skilyrði að stjórnarskrá verði breytt fyrir kosningar í vor til að hægt verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar kosninga. Fréttablaðið hefur heimildir úr báðum stjórnarflokkum fyrir því að að sameining Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabanka Íslands hafi verið langt komin seint á síðasta ári. Hún hafi verið fyrirhuguð um áramót. Þá hafi einnig verið fyrirhugað að samþykkja aukinn niðurskurð í ríkisfjármálum í takt við það sem Sjálfstæðismenn krefjist nú. Þá hafi uppstokkun í ríkisstjórn, og skipti á ráðuneytum milli stjórnarflokkanna átt að fara fram á sama tíma. Heimildir úr Sjálfstæðisflokki herma að forysta Samfylkingarinnar hafi viljað fresta breytingunum vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Heimildarmenn í Samfylkingunni segja að sjálfstæðismenn hafi ekki viljað fara í breytingarnar af jafn miklum krafti og Samfylkingin og áhuginn því koðnað niður. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ekki mætti rasa um ráð fram með mögulega sameiningu FME og Seðlabankans, og að engum útfærslum hafi verið hafnað. Ingibjörg Sólrún segir að algjör forsenda fyrir sátt í samfélaginu sé að breytingar verði í Seðlabankanum. Björgvin G. Sigurðsson og Fjármálaeftirlitið hafi gengið á undan með góðu fordæmi og því hljóti sjónir manna að beinast að bankanum nú. Ingibjörg segir þá hugmynd hafa komið upp að Samfylkingin leiddi ríkisstjórnina. „Það gæti alveg verið ástæða til þess að skoða breytingar á verkstjórnarvaldi."
Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira