Lífið

Frikki Weiss fagnar afmæli Laundromat með stæl

Friðrik Weisshappel fagnar þriggja - og fimm ára afmæli Laundromat.
Friðrik Weisshappel fagnar þriggja - og fimm ára afmæli Laundromat.
Athafnamaðurinn geðþekki, Friðrik Weisshappel, fagnar nú þriggja - og fimm ára afmæli kaffihúsa sinna, Laundromat, í Kaupmannahöfn. Af því tilefni býður hann gestum og gangandi að kaupa kaffibollann á þrjár krónur, á staðnum sem er þriggja ára, og fimm krónur á staðnum sem er fimm ára.

Friðrik rekur tvö kaffihús í Kaupmannahöfn. Fyrir fimm árum opnaði hann á Elmegade á Norðurbrú og tveimur árum seinna opnaði hann annað á Árósagötu á Austurbrú. Friðrik fagnaði afmæli kaffihúsana með sama hætti í fyrra við frábærar undirtektir. Þá seldust hvorki meira né minna en 5.100 kaffibollar - á Austurbrúnni einni. Staðurinn skreyttur í bak og fyrir af þessu tilefni og hátíðarandinn svífur yfir vötnum.

Fjallað var um þetta uppátæki Friðriks á vefsíðunni Alt om Kobenhavn, eða www.aok.dk, en það er ein vinsælasta heimasíðan í Danmörku.

„Ég er að stórtapa, en þetta er snöggt að koma til baka þegar maður kemst á forsíðu aok," segir Friðrik léttur í bragði. „Þó að þetta kosti eitthvað, þá skiptir það ekki máli ef maður er að halda afmæli á annað borð."

Hann segir að auk þess fái hann fjölda nýrra viðskiptavina í kjölfarið. „Það kom einn gamall maður og fékk sér kaffi á afmælinu í fyrra og hefur komið alla daga síðan. Þessi eini maður gerir þetta þess virði."

Á vefsíðunni AOK.dk grínast Friðrik með að hann muni loksins sjá gróða þegar staðurinn er orðinn fimmtíu ára, og hann geti selt bollann á fimmtíu krónur. „Það er nú bara grín. Ég ætla festa þetta í fimm krónum. Fimm er lukkutalan mín," segir hann.

Afmælisveislan stendur yfir í þrjá daga, eða til lokunar á fimmtudag.

Friðrik segir reksturinn ganga vel. „Í ágúst þá náðum við að hundraþúsundasta wekend brönsinn frá upphafi. Af því tilefni ætlum við að gefa öllum þeim sem fá sér bröns í september mímósa."

Sjálfur er Friðrik nýkominn frá Íslandi þar sem hann heimsótti föður sinn meðal annars. „Hann var veikur þegar ég gifti mig í sumar og gat því miður ekki komið í brúðkaupið. Við ákváðum því koma með brúðkaupið til hans," segir Friðrik léttur í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.