Íslenskar Frostrósir fluttar út til Noregs og Svíþjóðar 23. október 2009 04:00 Frostrósir „Við erum engir útrásarvíkingar. Við erum bara að flytja út það sem við kunnum best,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa-tónleikanna. Sams konar jólatónleikar og hafa verið haldnir hér á landi undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Þarlendir listamenn verða í aðalhlutverki með gestasöngvurum frá Íslandi. „Þetta verður gott tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn,“ segir Samúel sem bindur miklar vonir við verkefnið. Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð verða haldnir í desember í stórum tónleikahöllum sem rúma 5 til 15 þúsund manns. Þeim verður sjónvarpað á einkastöðvunum TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er sú stærsta þar í landi. „Konseptið á bak við dívurnar og vörumerkið Frostrósir fannst þeim mjög spennandi. Í samstarfi við stöðvarnar töldum við að þetta myndi eiga dúndrandi möguleika.“ Verkefnið mun skapa að minnsta kosti tuttugu ársstörf hér á landi fyrir tæknimenn, hljóðfæraleikara og fleiri aðila, því ætlunin er að undirbúa tónleikana að mestu leyti á Íslandi. Verkefnið er kostnaðarsamt en áhættunnar virði að mati Samúels. „Þetta er náttúrlega mikill pakki. Við erum búin að vinna að þessu hátt í fjögur ár. Það er mikil fjárfesting í vinnu að baki og svo kostar þetta allt peninga en áhættan verður mest hjá samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir til viðbótar hafa sýnt verkefninu áhuga og því ljóst að Frostrósa-ævintýrið er rétt að byrja. Segja má að útrás Frostrósa hafi byrjað með tónleikum í Hallgrímskirkju árið 2006 þar sem Sissel Kirkjebö og fleiri erlendar dívur voru á meðal gesta. Tónleikunum var sjónvarpað í yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum og talið er að yfir 150 milljónir manna hafi horft á. „Við ætluðum að reyna að gera það að hefð að senda út alþjóðlega tónleika héðan. Síðan fór allt að gerast sem hefur gerst og enginn aðgangur var lengur að fjármagni. Þá snerum við blaðinu við og ákváðum að fara með konseptið til valinna landa,“ segir Samúel. Frostrósir til útlanda Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi.fréttablaðið/vilhelm Hugmyndin um að erlendir söngvarar komi hingað til lands á vegum Frostrósa er þó ekki dauð úr öllum æðum því til stendur að taka upp Frostrósa-mynddisk á Akureyri og í nágrenni. „Við höfum verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld fyrir norðan og vonandi getum við gert þetta. Þetta yrði tekið upp í ýmsum kirkjum og flottum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Tvennir Frostrósa-tónleikar verða í Laugardalshöll og í Höllinni á Akureyri í desember og einnig verða tónleikar haldnir víðar um landið. Miðaverð hefur hækkað um þúsund krónur frá því sem verið hefur og er núna á bilinu 4.990 til 9.990 krónur, sem er að sögn Samúels sambærilegt við aðra stóra tónleika hér á landi. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Við erum engir útrásarvíkingar. Við erum bara að flytja út það sem við kunnum best,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa-tónleikanna. Sams konar jólatónleikar og hafa verið haldnir hér á landi undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Þarlendir listamenn verða í aðalhlutverki með gestasöngvurum frá Íslandi. „Þetta verður gott tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn,“ segir Samúel sem bindur miklar vonir við verkefnið. Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð verða haldnir í desember í stórum tónleikahöllum sem rúma 5 til 15 þúsund manns. Þeim verður sjónvarpað á einkastöðvunum TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er sú stærsta þar í landi. „Konseptið á bak við dívurnar og vörumerkið Frostrósir fannst þeim mjög spennandi. Í samstarfi við stöðvarnar töldum við að þetta myndi eiga dúndrandi möguleika.“ Verkefnið mun skapa að minnsta kosti tuttugu ársstörf hér á landi fyrir tæknimenn, hljóðfæraleikara og fleiri aðila, því ætlunin er að undirbúa tónleikana að mestu leyti á Íslandi. Verkefnið er kostnaðarsamt en áhættunnar virði að mati Samúels. „Þetta er náttúrlega mikill pakki. Við erum búin að vinna að þessu hátt í fjögur ár. Það er mikil fjárfesting í vinnu að baki og svo kostar þetta allt peninga en áhættan verður mest hjá samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir til viðbótar hafa sýnt verkefninu áhuga og því ljóst að Frostrósa-ævintýrið er rétt að byrja. Segja má að útrás Frostrósa hafi byrjað með tónleikum í Hallgrímskirkju árið 2006 þar sem Sissel Kirkjebö og fleiri erlendar dívur voru á meðal gesta. Tónleikunum var sjónvarpað í yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum og talið er að yfir 150 milljónir manna hafi horft á. „Við ætluðum að reyna að gera það að hefð að senda út alþjóðlega tónleika héðan. Síðan fór allt að gerast sem hefur gerst og enginn aðgangur var lengur að fjármagni. Þá snerum við blaðinu við og ákváðum að fara með konseptið til valinna landa,“ segir Samúel. Frostrósir til útlanda Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi.fréttablaðið/vilhelm Hugmyndin um að erlendir söngvarar komi hingað til lands á vegum Frostrósa er þó ekki dauð úr öllum æðum því til stendur að taka upp Frostrósa-mynddisk á Akureyri og í nágrenni. „Við höfum verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld fyrir norðan og vonandi getum við gert þetta. Þetta yrði tekið upp í ýmsum kirkjum og flottum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Tvennir Frostrósa-tónleikar verða í Laugardalshöll og í Höllinni á Akureyri í desember og einnig verða tónleikar haldnir víðar um landið. Miðaverð hefur hækkað um þúsund krónur frá því sem verið hefur og er núna á bilinu 4.990 til 9.990 krónur, sem er að sögn Samúels sambærilegt við aðra stóra tónleika hér á landi.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira