Íslenskar Frostrósir fluttar út til Noregs og Svíþjóðar 23. október 2009 04:00 Frostrósir „Við erum engir útrásarvíkingar. Við erum bara að flytja út það sem við kunnum best,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa-tónleikanna. Sams konar jólatónleikar og hafa verið haldnir hér á landi undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Þarlendir listamenn verða í aðalhlutverki með gestasöngvurum frá Íslandi. „Þetta verður gott tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn,“ segir Samúel sem bindur miklar vonir við verkefnið. Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð verða haldnir í desember í stórum tónleikahöllum sem rúma 5 til 15 þúsund manns. Þeim verður sjónvarpað á einkastöðvunum TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er sú stærsta þar í landi. „Konseptið á bak við dívurnar og vörumerkið Frostrósir fannst þeim mjög spennandi. Í samstarfi við stöðvarnar töldum við að þetta myndi eiga dúndrandi möguleika.“ Verkefnið mun skapa að minnsta kosti tuttugu ársstörf hér á landi fyrir tæknimenn, hljóðfæraleikara og fleiri aðila, því ætlunin er að undirbúa tónleikana að mestu leyti á Íslandi. Verkefnið er kostnaðarsamt en áhættunnar virði að mati Samúels. „Þetta er náttúrlega mikill pakki. Við erum búin að vinna að þessu hátt í fjögur ár. Það er mikil fjárfesting í vinnu að baki og svo kostar þetta allt peninga en áhættan verður mest hjá samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir til viðbótar hafa sýnt verkefninu áhuga og því ljóst að Frostrósa-ævintýrið er rétt að byrja. Segja má að útrás Frostrósa hafi byrjað með tónleikum í Hallgrímskirkju árið 2006 þar sem Sissel Kirkjebö og fleiri erlendar dívur voru á meðal gesta. Tónleikunum var sjónvarpað í yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum og talið er að yfir 150 milljónir manna hafi horft á. „Við ætluðum að reyna að gera það að hefð að senda út alþjóðlega tónleika héðan. Síðan fór allt að gerast sem hefur gerst og enginn aðgangur var lengur að fjármagni. Þá snerum við blaðinu við og ákváðum að fara með konseptið til valinna landa,“ segir Samúel. Frostrósir til útlanda Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi.fréttablaðið/vilhelm Hugmyndin um að erlendir söngvarar komi hingað til lands á vegum Frostrósa er þó ekki dauð úr öllum æðum því til stendur að taka upp Frostrósa-mynddisk á Akureyri og í nágrenni. „Við höfum verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld fyrir norðan og vonandi getum við gert þetta. Þetta yrði tekið upp í ýmsum kirkjum og flottum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Tvennir Frostrósa-tónleikar verða í Laugardalshöll og í Höllinni á Akureyri í desember og einnig verða tónleikar haldnir víðar um landið. Miðaverð hefur hækkað um þúsund krónur frá því sem verið hefur og er núna á bilinu 4.990 til 9.990 krónur, sem er að sögn Samúels sambærilegt við aðra stóra tónleika hér á landi. Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Við erum engir útrásarvíkingar. Við erum bara að flytja út það sem við kunnum best,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa-tónleikanna. Sams konar jólatónleikar og hafa verið haldnir hér á landi undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Þarlendir listamenn verða í aðalhlutverki með gestasöngvurum frá Íslandi. „Þetta verður gott tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn,“ segir Samúel sem bindur miklar vonir við verkefnið. Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð verða haldnir í desember í stórum tónleikahöllum sem rúma 5 til 15 þúsund manns. Þeim verður sjónvarpað á einkastöðvunum TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er sú stærsta þar í landi. „Konseptið á bak við dívurnar og vörumerkið Frostrósir fannst þeim mjög spennandi. Í samstarfi við stöðvarnar töldum við að þetta myndi eiga dúndrandi möguleika.“ Verkefnið mun skapa að minnsta kosti tuttugu ársstörf hér á landi fyrir tæknimenn, hljóðfæraleikara og fleiri aðila, því ætlunin er að undirbúa tónleikana að mestu leyti á Íslandi. Verkefnið er kostnaðarsamt en áhættunnar virði að mati Samúels. „Þetta er náttúrlega mikill pakki. Við erum búin að vinna að þessu hátt í fjögur ár. Það er mikil fjárfesting í vinnu að baki og svo kostar þetta allt peninga en áhættan verður mest hjá samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir til viðbótar hafa sýnt verkefninu áhuga og því ljóst að Frostrósa-ævintýrið er rétt að byrja. Segja má að útrás Frostrósa hafi byrjað með tónleikum í Hallgrímskirkju árið 2006 þar sem Sissel Kirkjebö og fleiri erlendar dívur voru á meðal gesta. Tónleikunum var sjónvarpað í yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum og talið er að yfir 150 milljónir manna hafi horft á. „Við ætluðum að reyna að gera það að hefð að senda út alþjóðlega tónleika héðan. Síðan fór allt að gerast sem hefur gerst og enginn aðgangur var lengur að fjármagni. Þá snerum við blaðinu við og ákváðum að fara með konseptið til valinna landa,“ segir Samúel. Frostrósir til útlanda Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi.fréttablaðið/vilhelm Hugmyndin um að erlendir söngvarar komi hingað til lands á vegum Frostrósa er þó ekki dauð úr öllum æðum því til stendur að taka upp Frostrósa-mynddisk á Akureyri og í nágrenni. „Við höfum verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld fyrir norðan og vonandi getum við gert þetta. Þetta yrði tekið upp í ýmsum kirkjum og flottum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Tvennir Frostrósa-tónleikar verða í Laugardalshöll og í Höllinni á Akureyri í desember og einnig verða tónleikar haldnir víðar um landið. Miðaverð hefur hækkað um þúsund krónur frá því sem verið hefur og er núna á bilinu 4.990 til 9.990 krónur, sem er að sögn Samúels sambærilegt við aðra stóra tónleika hér á landi.
Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög