Erlent

Hótunarbréf ofstækismanna send dönskum heimilum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bréfið, það má lesa í heild sinni á síðu Jótlandspóstsins ef smellt er á tengil neðst í fréttinni.
Bréfið, það má lesa í heild sinni á síðu Jótlandspóstsins ef smellt er á tengil neðst í fréttinni.

Íbúar Gentofte í Kaupmannahöfn eru slegnir óhug vegna hótunarbréfa sem borist hafa nokkrum heimilum með venjulegum pósti. Bréfin eru á ensku og fer bréfritari fram á að fá greiddar 215.000 danskar krónur, sem eru rúmar fimm milljónir íslenskar, ella verði einhver í fjölskyldunni fyrir líkamstjóni. Krafan er rökstudd með því að íbúar þessa heimshluta hafi níðst á bréfritara og hans fólki í áraraðir og nú sé tímabært að gera upp sakirnar. Lögregla rannsakar málið en öll bréfin voru póstlögð í bæ á Mið-Sjálandi í byrjun mánaðarins. Í bréfinu er beðist velvirðingar á því að það berist í „ykkar helgasta mánuði“ og ber það vott um að bréfritari játi önnur trúarbrögð en kristni.

Frétt Jótlandspóstsins má lesa hér og enn fremur bréfið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×