Innlent

Þrír bílar af skjölum til Ísafjarðar

Mikið af skjölum Valtýr, sem hér tekur á honum stóra sínum, segist ekki með vissu geta sagt til um magn skjalanna. Stjórnvöld veittu fimm milljónir til þess verkefnis að flytja skjölin vestur og hirða um þau þar.Fréttablaðið/pjetur
Mikið af skjölum Valtýr, sem hér tekur á honum stóra sínum, segist ekki með vissu geta sagt til um magn skjalanna. Stjórnvöld veittu fimm milljónir til þess verkefnis að flytja skjölin vestur og hirða um þau þar.Fréttablaðið/pjetur

Skjöl sem safnast hafa upp á 22 árum hjá embætti Ríkissaksóknara voru í gær ferjuð úr húsakynnum Ríkissaksóknara við Hverfisgötu í þrjá flutningabíla. Bílarnir munu síðan flytja skjölin til Ísafjarðar, þar sem þau verða framvegis geymd á vegum Þjóðskjalasafns.

„Þetta er búið að valda okkur vandræðum lengi og þrengja að okkur auk þess sem þetta eru alls ófullnægjandi geymsluaðstæður,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkis­saksóknari. Gögn frá árunum 1981 til 2003 verða send til Ísafjarðar, en verða embættinu þó áfram aðgengileg. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×