Innlent

Lést í sjóslysi við Skrúð

Maðurinn sem lést í sjóslysi við Skrúð í gærmorgun hét Guðmundur Sesar Magnússon fæddur 1952.  Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.

Lögreglan á Eskifirði rannsakar nú orsakir slyssins sem varð um kl. 08:00 í gærmorgun við svokallaðar Brökur norð-austan við Skrúð þegar vélbáturinn Börkur frændi NS-55 fórst. Guðmundur var ásamt öðrum manni um borð og komst sá um borð í björgunarbát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×