Innlent

Nýir mannbroddar í pakkann

Brynhildur Pétursdóttir Brynhildur, sem ritstýrir meðal annars Neytendablaðinu, segir hálkugorma, nýja tegund mannbrodda, vera jólagjöfina í ár.
Fréttablaðið/Stefán
Brynhildur Pétursdóttir Brynhildur, sem ritstýrir meðal annars Neytendablaðinu, segir hálkugorma, nýja tegund mannbrodda, vera jólagjöfina í ár. Fréttablaðið/Stefán

Neytendasamtökin hafa á vef sínum, ns.is, tekið saman nokkrar jólagjafir sem þau mæla með.

„Við ákváðum að velja sex eða sjö gjafir. Þær höfðu þá ýmist komið vel út úr gæðakönnun eða eru á hlutfallslega góðu verði,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður samtakanna og ritstjóri Neytendablaðsins. Hún segir svokallaða hálkugorma klárlega vera jólagjöfina í ár. Á vef samtakanna er líka sagt upplagt að lauma endurskinsmerki í pakkann til að auka enn á öryggið.

Þá mæla Neytendasamtökin með íslenskum lopa, en verð á honum hafi almennt ekki hækkað í verslunum. Adidas Supernova Glide-hlaupaskórnir eru sagðir hafa fengið góða einkunn í gæðakönnun samtakanna fyrr á árinu og svo megi mæla með svansmerktum rúmfötum og handklæðum. Svansmerkið er sagt tryggja að varan hafi verið framleidd á eins umhverfisvænan hátt og hægt sé. Samtökin mæla líka með Nivea hrukku-augnkremi sem könnun hafi sýnt að geri örlítið meira gagn en önnur, auk þess að vera á hagstæðu verði. „Það er hins vegar ekki nema fyrir þá allra hugrökkustu að gefa eiginkonunni eða tengdamömmu slíka gjöf,“ segir líka í umsögn.

Samtökin klykkja svo út með því að mæla með Neytendablaðsáskrift í jólagjöf, þannig megi auka neytendavitund þess sem þiggur.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×