Innlent

Hedegård hætt sem forseti

connie hedegård
connie hedegård

Connie Hedegård lét af störfum í gær sem forseti loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Hún lýsti því yfir að ástæðan væri sú að svo mikið væri komið af þjóðarleiðtogum til Bella Center og því væri eðlilegt að þjóðarleiðtogi stýrði ráðstefnunni. Lars Lokke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tók við af Hedegård.

Danir hafa verið gagnrýndir nokkuð fyrir stjórn þeirra á ráðstefnunni. Í gær lak út texti sem sýndi drög að lokatexta ráðstefnunnar. Hann vakti mikla reiði þróunarríkjanna sem fannst hann þeim heldur óvilhallur, svo ekki sé meira sagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×