Innlent

Afríkuríkin ennþá ósátt

ein rödd Fulltrúar frá Afríkuríkjum sýndu samstöðu sína í söng og köllum á göngum Bella Center.fréttablaðið/kóp
ein rödd Fulltrúar frá Afríkuríkjum sýndu samstöðu sína í söng og köllum á göngum Bella Center.fréttablaðið/kóp

„Ein Afríka, eitt atkvæði, ein afstaða!“ Þetta kyrjuðu fulltrúar frá Afríku á göngum Bella Center í gær. Mikil spenna var yfir öllu, bæði inni og úti, þar sem mótmælendur tókust á við lögregluna.

Svo virðist sem það samkomulag sem náðist á þriðjudag um fyrirkomulag viðræðnanna hafi verið mjög veikburða. Þróunarríkin hafa ásakað Dani, sem stýra ráðstefnunni, um að draga taum iðnríkjanna allt of mikið. Kínverjar, Indverjar og Brasilíumenn voru harðorðir í garð Dana í gær.

Viðræður Afríkuríkjanna stóðu yfir alla aðfaranótt miðvikudagsins. Þegar leið á morguninn kom lekinn í ljós. Þá bárust einnig fregnir af því að óljóst væri hvar stuðningur allra ríkjanna lægi. Því er enn allt í óvissu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×