Ný sjónvarpsseríafrá Vaktar-mönnum 24. desember 2009 07:00 Ragnar Bragason og félagar hans úr Vaktar-þáttunum eru með nýja þáttaröð í smíðum sem hefur enga tengingu við Vaktar-seríurnar. Hún mun væntanlega gerast á geðdeild en áætlað er að tökur hefjist síðla næsta árs.Fréttablaðið/Valli „Þetta er búið að gerjast lengi, allt frá því að ég kynntist Jóni Gnarr. Þegar við byrjuðum á þessum Vaktar-seríum fóru flestallar kaffipásurnar í sögustund með honum þar sem hann sagði frá hinu daglega lífi inni á geðdeild,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri. Fimmmenningarnir sem hafa verið heilinn og hjartað á bak við hinar geysivinsælu Vaktar-sjónvarpsseríur, þeir Ragnar, Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Pétur Jóhann og Jörundur Ragnarsson, eru byrjaðir að undirbúa nýja sjónvarpsþáttaröð. Hún mun ekki á neinn hátt hafa tengingu við þá Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel heldur er ráðgert að hún gerist að einhverju leyti inni á geðdeild. Ragnar segir þó að þetta hafi ekki verið rætt af neinni alvöru fyrr en á þessu ári. „Við erum samt búnir að hittast nokkrum sinnum og spá aðeins í persónur og formið.“ Ragnar og félagar hafa náð ótrúlega góðum tökum á sjónvarpsforminu, sem sést kannski best á ótrúlegum vinsældum Vaktar-þáttaraðanna, og Ragnar segir þetta ekki vera neinn flókinn galdur. „Það er hins vegar mjög mikilvægt að skapa bæði trúverðugan og heildstæðan heim. Vaktar-seríurnar gerðust allar inni í mjög lokuðu samfélagi, Næturvaktin á bensínstöð um nótt, Dagvaktin á gistiheimili úti á landi og svo Fangavaktin en sá heimur verður nú varla mikið lokaðri,“ útskýrir Ragnar. Leikstjórinn upplýsir að í umræðunni sé að þetta verði gert síðla næsta árs og komi þá í sjónvarp árið 2011. „Ef Guð og lukkan leyfir,“ segir Ragnar en óveðursskýin hafa hrannast upp í sjónvarps- og kvikmyndabransanum enda er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem hefur undanfarið styrkt leikið efni fyrir sjónvarp. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku gagnrýndi Ragnar ráðamenn þjóðarinnar harðlega á frumsýning Bjarnfreðarson og hann stendur við sérhvert orð. „Við höfum ákveðnum skyldum að gegna við börnin okkar, að þau heyri íslenska tungu og sjái íslenskan hversdagsleika því ekki viljum við ala upp ameríska kynslóð barna,“ segir Ragnar og bætir við að áhorfskannanir sýni það svart á hvítu og að fólk vilji heyra sína tungu og spegla sig í sínum eigin veruleika. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
„Þetta er búið að gerjast lengi, allt frá því að ég kynntist Jóni Gnarr. Þegar við byrjuðum á þessum Vaktar-seríum fóru flestallar kaffipásurnar í sögustund með honum þar sem hann sagði frá hinu daglega lífi inni á geðdeild,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri. Fimmmenningarnir sem hafa verið heilinn og hjartað á bak við hinar geysivinsælu Vaktar-sjónvarpsseríur, þeir Ragnar, Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Pétur Jóhann og Jörundur Ragnarsson, eru byrjaðir að undirbúa nýja sjónvarpsþáttaröð. Hún mun ekki á neinn hátt hafa tengingu við þá Georg Bjarnfreðarson, Ólaf Ragnar og Daníel heldur er ráðgert að hún gerist að einhverju leyti inni á geðdeild. Ragnar segir þó að þetta hafi ekki verið rætt af neinni alvöru fyrr en á þessu ári. „Við erum samt búnir að hittast nokkrum sinnum og spá aðeins í persónur og formið.“ Ragnar og félagar hafa náð ótrúlega góðum tökum á sjónvarpsforminu, sem sést kannski best á ótrúlegum vinsældum Vaktar-þáttaraðanna, og Ragnar segir þetta ekki vera neinn flókinn galdur. „Það er hins vegar mjög mikilvægt að skapa bæði trúverðugan og heildstæðan heim. Vaktar-seríurnar gerðust allar inni í mjög lokuðu samfélagi, Næturvaktin á bensínstöð um nótt, Dagvaktin á gistiheimili úti á landi og svo Fangavaktin en sá heimur verður nú varla mikið lokaðri,“ útskýrir Ragnar. Leikstjórinn upplýsir að í umræðunni sé að þetta verði gert síðla næsta árs og komi þá í sjónvarp árið 2011. „Ef Guð og lukkan leyfir,“ segir Ragnar en óveðursskýin hafa hrannast upp í sjónvarps- og kvikmyndabransanum enda er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sem hefur undanfarið styrkt leikið efni fyrir sjónvarp. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku gagnrýndi Ragnar ráðamenn þjóðarinnar harðlega á frumsýning Bjarnfreðarson og hann stendur við sérhvert orð. „Við höfum ákveðnum skyldum að gegna við börnin okkar, að þau heyri íslenska tungu og sjái íslenskan hversdagsleika því ekki viljum við ala upp ameríska kynslóð barna,“ segir Ragnar og bætir við að áhorfskannanir sýni það svart á hvítu og að fólk vilji heyra sína tungu og spegla sig í sínum eigin veruleika. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira